Sýnir færslur með efnisorðinu prjón. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu prjón. Sýna allar færslur
miðvikudagur, 21. desember 2016
þriðjudagur, 15. nóvember 2016
Flott á barnabörnin - vesti, kjóll, og peysur
Amman prjónar eins og vindurinn #ammaprjónareinsogvindurinn, og gleymir að setja myndirnar inn á bloggið sitt, enda er búið að vera mikið að gera hjá henni, bæði í vinnu og námi. En það er gott að grípa í prjónana inn á milli.
Hér er afrakstur sumarsins og haustsins fyrir yngstu barnabörnin mín,
Peysurnar þessi bláa og bleika eru prjónaðar úr alpakka og alpakkasilki, uppskriftin er keypt á netinu frá www.strikkezilla.no, þetta er sama stærð en garnið er misgróft (alpakka og alpakkasilke) enda 6 mán á milli þeirra.
Bleika peysan er frá hlynadesign og heitir Brim, breytti henni aðeins og er hún prjónuð úr englaullinni úr Litluprjónabúðinni, yndislegt garn...hálskraginn er síðan prjónaðar úr afgangnum af englaullinni en tvöfalt, uppskriftin er fengin af Raverly, frá hönnuði sem heitir Strikketanten.
Kjólinn er úr Litlu prjónabúðinni og heitir Alda, prjónaður úr BC Alba garn sem er bómullargarn.
Og svo er það vestið #elias úr Klompelompe2 bókinni, prjónað úr Merionoull úr Handprjón.is
miðvikudagur, 27. júlí 2016
Hún byrjar snemma að fylgjast með
þriðjudagur, 28. júní 2016
Emblapeysa - alpakkaull
Þessi peysa heitir Embla - og er frá strikkezilla, ég prjónaði hana úr Alpakka ull, hef aldrei prjónað úr því fyrr, og er hún létt og mjúk.
Peysan er fyrir Matthías Ágúst, ömmustrákinn minn í Svíþjóð, og verður hún örugglega fín eftir áramótin, en hann verður 1 árs í október. Stærðin er 12-18 mán.
Peysan er fyrir Matthías Ágúst, ömmustrákinn minn í Svíþjóð, og verður hún örugglega fín eftir áramótin, en hann verður 1 árs í október. Stærðin er 12-18 mán.
sunnudagur, 12. júní 2016
sunnudagur, 3. apríl 2016
Hvítur skokkur - hentesett with a twist
Þessi uppskrift er frá ministrikk.no, ég breytt henni aðeins þar sem mig langaði að hafa hana prjónaða með garðaprjóni, en uppskriftin segir hún eigi að vera brugðið á réttunni og þ.a.l slétt að innan.
Þessi peysa/skokkur er hneppt að aftan, þannig að það má auðveldlega hana sem gollu óhneppta við leggings.
Garnið er frá Lanas Merino fínna garnið
miðvikudagur, 30. mars 2016
Lev Landlig kofta
Þá er peysan mín loksins tilbúin
þetta er peysan Lev Landlig kofte by Lene Holme Samsøe og Liv Sandvik Jakobsen úr Kofteboken 2
Peysan er prjónuð ofanfrá og niður, og finnst mér það eiginlega besta aðferðin við peysuprjón, en ég byrjaði á henni of stórri - miðað við málin þá átti ég að taka XL en prjónfestan og munsturprjónið varð of laust hjá með prjónum nr. 3,5 þannig að ég skipti yfir í L stærð ásamt því að minnka prjónana niður í nr. 3
Garnið heitir Hifa Ask Hifa 2, og keypt í Handprjónabúðinni á Reykjavíkurveginum, þetta eru 100 gr. hespur og er svolítið hart viðkomu, og ég var vægast sagt að missa þolinmóðina þegar ég var að gera áttablaðarósina þar sem ég var að vinna með 3 liti í einu, því þeir festust svo saman, en þetta tókst að lokum.
Peysan er mjög létt og mjúk eftir þvottinn, og smellti ég henni í vindingu í þvottavélina áður en ég lagði hana til þerris.
Það sem ég myndi vilja breyta - er að ég hefði viljað taka meira úr undir höndum, ég gerði 2 úrtökur, (sem var ekki í uppskriftinni) og auka ermalykkjurnar undir handveginum hefðu mátt vera færri.
Ég n.b. saumaði og klippti sjálf peysuna í sundur, hélt að það gæti ég ekki gert, en bútasaumsfóturinn (yfirflytjarinn) bjargaði mér alveg og síðan setti ég borða yfir sárið.
Þetta er peysan sem ég mun pottþétt nota mikið.
sunnudagur, 13. mars 2016
Ömmumont - #tilhverseruömmur
Lífið er yndislegt þegar maður eignast barnabörn og það hefur fjölgað í fjölskyldunni, lítill sonarsonur sem fæddist í Svíþjóð í október, við heimsóttum þau um áramótin og fengum að vera viðstödd skírn hans þegar hann fékk nafnið Matthias Ágúst, og það voru gleðitár sem féllu hjá ömmunni.
Ég hef verið að prjóna eitt og annað á börnin í haust og hér eru buxur sem féllu af prjónunum og fóru í pakkann til hans ásamt peysunni og húfu.
Guðný og Hemmi eiga von á prinsessu um miðjan apríl og að sjálfsögðu hefur amman verið með prjónana á lofti, og eitt og annað fallegt dottið af þeim.
![]() |
Baggyvarbukser |
þriðjudagur, 24. nóvember 2015
Amma prjónar meira
Þessi peysa og húfa er úr blaðinu, Babystrik på pinde nr 3.
Garnið er: : Lanas stop, prima merino, pr 3.
Ég gerði stærð 6 mán og fannst hún ekki stór en þegar ég var búin að þvo hana þá lagaðist hún og ég gat mótað hana til.
sunnudagur, 15. nóvember 2015
Ömmuprjón #3
Amman prjónar eins og vindurinn, nú á væntanlegt apríl barn, hvort það verða rauðar eða bláar tölur á eftir að koma í ljós.
Garn: Lanas stop, prima merino, pr 3. Húfan úr Babystrik på pinde nr.3, peysan af Ravely, Beyondpuerperium.
þriðjudagur, 3. nóvember 2015
fimmtudagur, 1. október 2015
laugardagur, 5. september 2015
Verkefni viknanna #31-37
Barnabarn á leiðinni í Svíaríki - allt að gerast og ég verð að fara að spýta í lófana og klára, ég er einnig að gera lítinn gulan Uglupoka.
fimmtudagur, 13. ágúst 2015
Lopapeysa brúðarinnar
Lopapeysa brúðarinnar tilbúin, hún er prjónuð úr einföldum plötulopa og einrúm, sem er einband með silkiþræði.
Prjónuð á prjóna nr 4,5 sem eftir á að hyggja var ekki rétt hjá mér, hefði átt að vera amk nr 5,5 og hafa peysuna í S, en ég fann munstrur af bol og vildi nota þetta munstur sem mér finnst afskaplega fallegt - Silfra (krákustígur) eftir hana Bergrósu Kjartansdóttur Ísfirðing.
Þar sem ég handleggsbrotnaði á miðri leið í prjónaskapnum, og ég átti aðeins um 25 umf eftir - þá auglýsti ég eftir góðri konu sem gæti klárað, klippt og heklað fyrir mig, og viti menn hún Ágústa Króknes bjargaði málunum.
Nú er að sjá hvernig brúðurin dóttir mín mun taka sig út í peysunni um helgina.
laugardagur, 4. apríl 2015
Verkefni vikunnar #12-15
Handavinnuklúbbur Starfsmanna Íslandsbanka tekur þátt í verkefni til styrktar barnaspítala í S-Afríku. Fengum við uppskriftir af fatnaði sem er auðvelt að prjóna, treyja, sokkar og húfa.
Til að gera langa sögu stutta þá hefur þetta verkefni gengið það vel að eftir hefur verið tekið
Ég hef prjónað 3 sett í þessu verkefni, síðan fór ég að gramsa í garninu mínu og fann fullt af afgangsgarni sem ég er að nota í þetta heklaða teppi og mun það einnig fara til þeirra.

sunnudagur, 22. mars 2015
Verkefni vikunnar #12
Nú er mars langt komin og páskar á næsta leyti.
Ég/við erum búin að vera nokkuð upptekin undanfarið, og tíminn hefur flogið og vorið er á næsta leiti vonandi. Erfiður vetur loksins að enda kominn.
Ég kláraði sjalið hans Stepen West barndom, ég prjónaði það úr garni sem ég keypti í FK, en er það úr Baby Llama & Mulberry Silk garni. Virkilega mjúkt og gott að prjóna úr því. EN garnið er nokkuð dýrt þannig að þetta er nokkuð kostnaðarsamt sjal.

Næst á dagskrá er síðan að klára að sauma púðaborðið - ég komst ansi langt með það á Skálholtshelginni minni, enda var ró og friður yfir þeirri helgi.
sunnudagur, 1. febrúar 2015
Verkefni vikunnar # 5
Ekkert varð um færslu síðastliðinn sunnudag þar sem frúin var erlendis að samfagna kærustu sonarins, annarsvegar með 30 ára afmæli hennar og hins vegar að hún vann prestheiti sitt við Sænsku kirkjuna. En þau búa í Malmö hann vinnur þar sem tölvunarfræðingur, og hún sem prestur í Lundarsókn, og síðan er litla Dísin búsett í Köben með mömmu sinni.
Var þetta mjög hátíðleg stund og gaman að fá að vera viðstödd.
Ég hef verið ósköp róleg í handavinnunni þessa vikuna,
Og ég er búin að merkja og þræða jafann og er byrjuð að sauma, eitt spor í einu, en ég þarf að hafa góða ljósið og stækkunarglerið til að sjá almennilega hvað ég er að gera.


Var þetta mjög hátíðleg stund og gaman að fá að vera viðstödd.
Ég hef verið ósköp róleg í handavinnunni þessa vikuna,
![]() |
Sjalið mjakast aðeins. |
Og ég er búin að merkja og þræða jafann og er byrjuð að sauma, eitt spor í einu, en ég þarf að hafa góða ljósið og stækkunarglerið til að sjá almennilega hvað ég er að gera.


sunnudagur, 18. janúar 2015
Verkefni vikunnar #3
Handavinnan mjakast aðeins áfram, við í handavinnuklúbbnum í bankanum fengum áskorun um að prjóna húfu,treyju og skokka fyrir góðgerðasamtök í Afríku fyrir nýbura frá einni samstarfskonu okkar, og ég hef aldrei prjónað svona litla flík áður, en þessum flíkum verður komið til skila í apríl til samtakana sem afhenda flíkurnar frá okkur og eru þónokkir samstarfsfélagar búnar að láta vita að þær ætli að vera með.
Sjalið mjakast aðeins áfram, ég gleymdi að kaupa aðra hespu af svörtu í gær í FK þannig að ég þarf að bíða fram yfir helgi.
Ég skipti um tölur á kaðlatreflinum og þetta er allt annað lúkk.
Ég fór í gær í Ömmu Mús og keypti mér hörjafa, mig hefur alltaf langað til að sauma mér jóladúk á borðstofuborðið mitt, og þar sem ég fékk gjafabréf frá vinnufélögunum mínum ákvað ég að láta verða af þessu, ég var búin að fá munstrið af þessum dúk og litanúmerin og fékk ég alveg súper þjónustu í ÖmmuMús í gær við að velja réttan jafa og leit að réttu DMC númerum.
s.s. þetta verður verkefnið - og set ég mér engin tímamörk á hvenær þetta verður klárað.
sunnudagur, 11. janúar 2015
Verkefni vikunnar #2
Verkefni vikunar síðustu var að fitja upp á sjali eftir Stephen West, sem ég hafði keypt á Ravelry síðastliðið haust. Garnið keypti ég í Rokku í Fjarðarkaup, yndislega mjúk Lamaull/silki. Og verðið eftir því, litirnir eru svartur, ljósgrár, og mahoganyrauður. Keypti ég 1 hespu af hverjum lit og líklega þarf ég að kaupa eina svarta til viðbótar.
mánudagur, 29. desember 2014
Trefilinn Frieze - Brooklyn tweed uppskrift
Ég er mjög ánægð með útkomuna, ég átti aðeins þessar tölur og ætla að svissa yfir í trétölur næst þegar ég á leið í Storkinn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)