Sýnir færslur með efnisorðinu Hekl. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Hekl. Sýna allar færslur

sunnudagur, 13. mars 2016

Ömmumont - #tilhverseruömmur


Lífið er yndislegt þegar maður eignast barnabörn og það hefur fjölgað í fjölskyldunni, lítill sonarsonur sem fæddist í Svíþjóð í október, við heimsóttum þau um áramótin og fengum að vera viðstödd skírn hans þegar hann fékk nafnið Matthias Ágúst, og það voru gleðitár sem féllu hjá ömmunni.



Ég hef verið að prjóna eitt og annað á börnin í haust og hér eru buxur sem féllu af prjónunum og fóru í pakkann til hans ásamt peysunni og húfu.




Ég hef líka verið að prjóna ullarpeysu á mig sjálfa - úr norsku bókinni Koftebogen 2, ég keypti bók og garnið Ask Hifa 2 í Handprjón á Reykjavíkurveginum, það gekk ekki vel að prjóna þessa peysu til að byrja með því ég gerði hana allt of stóra, þannig að ég þurfti að byrja upp á nýtt, næsta stærð fyrir neðan og minni prjónar.


Guðný og Hemmi eiga von á prinsessu um miðjan apríl og að sjálfsögðu hefur amman verið með prjónana á lofti, og eitt og annað fallegt dottið af þeim.








Baggyvarbukser

mánudagur, 25. maí 2015

Verkefni vikunnar #21

Heklaði bangsinn Bina, eignaðist systur um helgina.

Bergdís vildi fá einn bleikann og amma átti auðvitað bleikt garn í afgöngunum sem dugðu í eina fallega bangsastelpu
Hún fékk rós og heklaðan kraga.
Amman nokkuð sátt og Dísin einnig

sunnudagur, 10. maí 2015

Verkefni vikunnar #19


Þennan undurfagra bangsa sá ég á netflakki mínu um daginn og var um leið hugsað til garn afganganna minna, fullur poki af Rowan ullargarni sem ég hef ekkert gert við og er tilvalið að nota í svona dúkku/bangsa gerð - og viti menn þetta er bara gaman og gullfallegt, auðveld uppskrift og ekkert mál að fara eftir,  ég á eftir að gera fleiri.
Hún Bina átti að vera öll brún, en garnið dugði bara í búkinn, þannig að hún fékk annan lit á ermar og húfu.
höfundur uppskriftarinnar er einnig með þessa heimasíðu: http://www.lalylala.com/






Um síðustu helgi var mér boðið með saumavélina til Berglindar og vorum við að sauma frá föstudegi fram á laugardagskvöld, ég ætlaði mér að klára annað, en ákvað að taka með 5x5" ferninga sem ég átti og sá ekki eftir því, náði að sauma þessa disappering 4 patch quilt block,  ég er hér búin að stilla henni upp á veggnum mínum og á eftir að setja raðirnar endanlega saman. 
Skemmtileg helgi með frábærum saumafélögum. 
Saumuðum í anda Löngumýrarhelgar. 



laugardagur, 4. apríl 2015

Verkefni vikunnar #12-15

Handavinnuklúbbur Starfsmanna Íslandsbanka tekur þátt í verkefni til styrktar barnaspítala í S-Afríku. Fengum við uppskriftir af fatnaði sem er auðvelt að prjóna, treyja, sokkar og húfa. 
Til að gera langa sögu stutta þá hefur þetta verkefni gengið það vel að eftir hefur verið tekið 



 

Ég hef prjónað 3 sett í þessu verkefni, síðan fór ég að gramsa í garninu mínu og fann fullt af afgangsgarni sem ég er að nota í þetta heklaða teppi og mun það einnig fara til þeirra. 


sunnudagur, 7. september 2014

Heklað teppi

Aðdáandi handavinnukonunar mætir alltaf í stólinn þegar hún sest við handavinnuna, stundum gott að hafa hann, en í sumum tilfellum sest hann ofan á verkefnið og ég þarf að ýta fast á hann til að hann skilji að hann er ekki velkomin í þetta sinnið. 

En nú er þessu teppi lokið, keypti garnið í það í fyrrasumar í Ålaborg er við vorum þar í heimsókn og mig vantaði eitthvað að dunda mér við, síðan hef ég verið að vandræðast með hvernig ég ætti að setja það saman, og var búin að prófa nokkar aðferðir. 
Ingileif föðursystir sendi mér link á youtube af mjög góðri aðferð og að sjálfsögðu notaði ég hana. Kemur þessi aðferð mjög fallega út og hornin á milli ferningana eru fallegir. Takk frænka fyrir aðstoðina. 
Garnið sem ég notaði í þetta er Drops delight, og svart kambgarn á milli. 
Nú er einu af ókláruðu verkefnunum lokið, verkefni vetrarins verður að klára þetta sem ég er með í vinnslu, og ætla ég að nota t.d. Löngumýrarhelgina sem ég er að fara á seinnipartin í september til að KLÁRA, ekki byrja á neinu nýju fyrr en amk. 2 quilt toppar eru búnir. 


þriðjudagur, 11. mars 2014

Langbestu borðtuskurnar

Þetta eru bestu borðtuskurnar, sama hvort það er úr mandarin bómullargarni eða ódýra bómullargarninu í Söstrene Grene munstrið er hér ég fann ekki upphaflega munstrið en þetta er nokkurvegin eins.  


laugardagur, 9. nóvember 2013

Snjókorn hekluð

Her er eg bún að stífa þau upp úr sykurblöndu.

Magnús er á ráðstefnu upp í Borgarfirði, og ég smyglaði mér með, sat allan daginn í gær og heklaði snjókorn, núna sit ég í setustofunni frammi meðan þeir klára dag tvö, og hlusta á jólalög - ótrúlega næs og huggulegt.
 
Þessi sem eru á svampnum eru öll úr heklugarni, hin hér fyrir neðan eru blönduð bæði heklugarn og saturnús bómullargarn.
 


fimmtudagur, 31. október 2013

Borðtuskur


Ég hef verið að hekla og prjóna borðtuskur, er að nota allt bómullargarn sem ég á, og kaupi aðeins til viðbótar, garnið frá Söstrene Grene er ódýrast, en ég átti allmargar hespur af Mandarín garni, þannig að ég er að nýta það einnig.... Skemmtilegat við þetta að ég er að gera þetta í mat/kaffitímum í vinnunni og þetta smitar fljótt úr frá sér, og er nokkrar tuskur í vinnslu þar einnig hjá vinnufélugunum.

mánudagur, 17. júní 2013

Hekluð kanína

Ég geymi alltaf garn í bústaðnum, hekla/prjóna gjarnan borðtuskur. En núna gerði ég lítin bangsa
Ótrúlega gaman og auðvelt. 

fimmtudagur, 6. júní 2013

Sommerferie í Danmark

Så skal man strikke og hækle.
En pink skolesweater for mit barnebarn, og siden fand jeg en garnbutik og nu skal hækle et tæppe.
Det er godt at side ude i solen og få liten sol på kroppen, det rigner i Island nu, og sommeren er der ikke endnu.




sunnudagur, 14. apríl 2013

Frúin var að prjóna á sig peysu og heklar meira

Uppskriftin er úr blaði hjá Garnbúðinni Gauju í Mjóddinni, og þar sem ég er að vinna í Mjóddinni þá er stutt að fara. Garnið er Lang, merino 120, það er tweed, í búðinni leit það út fyrir að vera svarthvítt en þegar heim var komið þá var liturinn grágrænn.
Ég prjónaði hana í hring og lét síðan sauma og klippa í búðinni, og heklaði kantinn með fastapinnum.
Annars er ég búin að vera í straffi í bæði prjón og hekli undanfarna viku þar sem tennisolboginn sagði stopp, einn daginn leið mér akkúrat svona, vælubíllinn var á leiðinni.
Ég er nefnilega búin að vera að hekla teppi fyrir Guðnýju Maríu, og þarf að gera aðeins hlé á, mig langar að hafa það stærra, en ég er búin með 7 hespur af Cascade garni úr Handprjóni, verst að þeir selji ekki 50 gr hespur því það myndi duga mér í viðbót.
Það er ekki nóg neð ég sé að gera þetta teppi, ég er með annað í vinnslu í vinnunni, uppskriftina af því keypti ég á netinu, og er ég með kambgarn í því.

miðvikudagur, 6. mars 2013

Meira hekl

Og nú fyrir einkadótturina, hún valdi sjálf þessa, bleik,fjólubláu setteringu, sem ætlar að renna vel saman

 

fimmtudagur, 7. febrúar 2013

Dottin í Heklið

Langaði að taka þátt í samhekli sem er í gangi í heklgrúppunni - Handóðir heklarar á Facebook, keypti munstrið á netinu, og Lyppa garn á útsölu í FK, bland í poka, mjög ánægð með útkomuna en er ekki búin.



Hálfum mánuði síðar.







Og svo klárað, stærð ca 85x130 heklað úr Lyppagarni á nál nr 4.

Og síðan þegar teppið er komið í notkun

sunnudagur, 13. janúar 2013

Heklaðir Convers skór

Heillaðist af þessum  Converce skóm  og ákvað að kenna samstarfskonu minni að hekla þá,  en ákafinn var svo mikill að ég kláraði þá bara sjálf og færði henni. 

Þórdís þetta tókst.

Og af því að ég var í ham þá gerði ég líka aðra handa henni Siggu Rún annari samstarfsskonu minni, og læt ég staðar numið í þessum fræðum að sinni. -  Það er eiginlega ómögulegt að hekla úr svörtu garni, ég varð að vera með handavinnuljósið - með stækkunarglerinu við hendina svo ég myndi sjá lykkjurnar.

mánudagur, 6. ágúst 2012

African flower - heklaðar dúllur

Það er nóg af endum sem þarf að ganga frá, ákvað að prófa að hekla saman þær dúllur sem ég er búin með.

fimmtudagur, 19. apríl 2012

Útsala á garni

Stóðst ekki mátið og keypti baby garn í öllum regnbogans litum í Fjarðarkaup í vikunni - og byrjaði að hekla þessar dúllur - uppskriftina má finna m.a hér þessu bloggi,

laugardagur, 10. desember 2011

Heklaðar gardínur

Gardínurnar sem ég var að hekla handa systur eru komnar upp hjá henni í bústaðnum 

mánudagur, 28. nóvember 2011

Ýmislegt í vinnslu og annað klárað

 Það er svo gott að hafa margt að grípa í, hver kannast ekki við það

ég stóðst ekki mátið og keypti þetta undurmjúka babyalpaca garn í Litlu Prjónabúðinni um daginn og þessa uppskrirft af barnaskokk


ég kláraði nú gardínuna mína um daginn, en systir bað um eina fyrir sig í eldhúsgluggann í bústaðinn þannig að það var slegið upp á einni til viðbótar og hún er núna tilbúin til afhendingar. 

SuperMarío er langt komin og verður kláraðu von bráðar
Best er að vera svona í bústaðnum - í Weeso gallanum með fæturnar undir sér og eitthvað milli handanna - og helst sögu í ipodinum líka.