Sýnir færslur með efnisorðinu verkefni vikunnar #. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu verkefni vikunnar #. Sýna allar færslur

laugardagur, 5. september 2015

Verkefni viknanna #31-37

Barnabarn á leiðinni í Svíaríki - allt að gerast og ég verð að fara að spýta í lófana og klára, ég er einnig að gera lítinn gulan Uglupoka. 

mánudagur, 25. maí 2015

Verkefni vikunnar #21

Heklaði bangsinn Bina, eignaðist systur um helgina.

Bergdís vildi fá einn bleikann og amma átti auðvitað bleikt garn í afgöngunum sem dugðu í eina fallega bangsastelpu
Hún fékk rós og heklaðan kraga.
Amman nokkuð sátt og Dísin einnig

sunnudagur, 22. mars 2015

Verkefni vikunnar #12


Nú er mars langt komin og páskar á næsta leyti.

Ég/við erum búin að vera nokkuð upptekin undanfarið, og tíminn hefur flogið og vorið er á næsta leiti vonandi. Erfiður vetur loksins að enda kominn.

Ég kláraði sjalið hans Stepen West barndom, ég prjónaði það úr garni sem ég keypti í FK, en er það úr Baby Llama & Mulberry Silk garni. Virkilega mjúkt og gott að prjóna úr því. EN garnið er nokkuð dýrt þannig að þetta er nokkuð kostnaðarsamt sjal.



sunnudagur, 1. febrúar 2015

Verkefni vikunnar # 5

Ekkert varð um færslu síðastliðinn sunnudag þar sem frúin var erlendis að samfagna kærustu sonarins, annarsvegar með 30 ára afmæli hennar og hins vegar að hún vann prestheiti sitt við Sænsku kirkjuna. En þau búa í Malmö hann vinnur þar sem tölvunarfræðingur, og hún sem prestur í Lundarsókn, og síðan er litla Dísin búsett í Köben með mömmu sinni.

Var þetta mjög hátíðleg stund og gaman að fá að vera viðstödd.





Ég hef verið ósköp róleg í handavinnunni þessa vikuna,

Sjalið mjakast aðeins.



Og ég er búin að merkja og þræða jafann og er byrjuð að sauma, eitt spor í einu, en ég þarf að hafa góða ljósið og stækkunarglerið til að sjá almennilega hvað ég er að gera.






sunnudagur, 18. janúar 2015

Verkefni vikunnar #3


Handavinnan mjakast aðeins áfram, við í handavinnuklúbbnum í bankanum fengum áskorun um að prjóna húfu,treyju og skokka fyrir góðgerðasamtök í Afríku fyrir nýbura frá einni samstarfskonu okkar, og ég hef aldrei prjónað svona litla flík áður, en þessum flíkum verður komið til skila í apríl til samtakana sem afhenda flíkurnar frá okkur og eru þónokkir samstarfsfélagar búnar að láta vita að þær ætli að vera með. 

Sjalið mjakast aðeins áfram, ég gleymdi að kaupa aðra hespu af svörtu í gær í FK þannig að ég þarf að bíða fram yfir helgi. 




Ég skipti um tölur á kaðlatreflinum og þetta er allt annað lúkk. 




Ég fór í gær í Ömmu Mús og keypti mér hörjafa, mig hefur alltaf langað til að sauma mér jóladúk á borðstofuborðið mitt, og þar sem ég fékk gjafabréf frá vinnufélögunum mínum ákvað ég að láta verða af þessu, ég var búin að fá munstrið af þessum dúk og litanúmerin og fékk ég alveg súper þjónustu í ÖmmuMús í gær við að velja réttan jafa og leit að réttu DMC númerum. 

s.s. þetta verður verkefnið - og set ég mér engin tímamörk á hvenær þetta verður klárað.




sunnudagur, 11. janúar 2015

Verkefni vikunnar #2


Verkefni vikunar síðustu var að fitja upp á sjali eftir Stephen West, sem ég hafði keypt á Ravelry síðastliðið haust. Garnið keypti ég í Rokku í Fjarðarkaup, yndislega mjúk Lamaull/silki. Og verðið eftir því, litirnir eru svartur, ljósgrár, og mahoganyrauður. Keypti ég 1 hespu af hverjum lit og líklega þarf ég að kaupa eina svarta til viðbótar.