Sýnir færslur með efnisorðinu handavinna. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu handavinna. Sýna allar færslur

mánudagur, 28. nóvember 2011

Ýmislegt í vinnslu og annað klárað

 Það er svo gott að hafa margt að grípa í, hver kannast ekki við það

ég stóðst ekki mátið og keypti þetta undurmjúka babyalpaca garn í Litlu Prjónabúðinni um daginn og þessa uppskrirft af barnaskokk


ég kláraði nú gardínuna mína um daginn, en systir bað um eina fyrir sig í eldhúsgluggann í bústaðinn þannig að það var slegið upp á einni til viðbótar og hún er núna tilbúin til afhendingar. 

SuperMarío er langt komin og verður kláraðu von bráðar
Best er að vera svona í bústaðnum - í Weeso gallanum með fæturnar undir sér og eitthvað milli handanna - og helst sögu í ipodinum líka.

mánudagur, 25. apríl 2011

Það er svo gaman að sauma, núna er ég að sauma eitt af verkefnum Guðrúnar Erlu, verkefni sem hún var með á námskeiðum í apríl hér á Íslandi. 
Ég komst ekki sökum þess að ég var að vinna við kosningarnar.
Þetta er lúruteppi - efnalína LoveU frá Moda og alveg skjannahvítur bakgrunnur.





Ég er síðan búin að kaupa í grunn í annað teppi alveg eins, sem ég ætla að gefa einni í afmælisgjöf í júni og þar er grunnurinn grænn, og efnalínan Lollipopp einnig frá Moda.

Það er alltaf tími fyrir prjón líka, mér gengur þokkalega með peysuna er komin upp að ermum, og byrjuð á bakstykkinu


Það er líka alltaf til garn og prjónar í bústaðnum til að grípa í borðtuskuprjón, þessar 2 urðu til núna um páskana. fallega rauðar. 

Fyrst ég þurfti í Bót á Selfossi á laugardaginn, þá keypti ég efni í veggteppi, ég keypti bókina hennar Kim Diehl "Simple Graces" ég á allar hinar bækurnar hennar og núna ætla ég að æfa mig í að applikera veggteppi. 

sunnudagur, 2. janúar 2011

Jóladúkurinn klár eða þannig

Loksins, ég man ekki einusinni hvenær ég byrjaði á þessum, en hann hefur verið m.a. sumarbústaðaverkefni mitt undan farin alla vega 3 ár. En semsagt útsaumnum lauk núna á aðfangadag, nú þarf ég að bridda hann og ganga frá honum.  Þá verður hann tilbúin undir jólatréð næstu jól.

fimmtudagur, 20. ágúst 2009

Sumarhandavinnan

Sumarið 2009

Prinsateppið er klárað, langar að prjóna skírnarkjól til að eiga fyrir mig í stíl við teppið. Er búin að finna munstur. Byrja á því þegar tími gefst til.

Ég prjónaði einnig leikskólapeysu fyrir Bergdísi Maríu - þurfti reyndar að taka hana upp aftur í hálsmálinu og þrengja það betur.Ég hef einnig aðeins verið að taka í jóladúkinn, verð örugglega búin að klára hann fyrir næstu jól.

Núna í sumar tókum við rafmagn inn í bústaðinn, og þvílíkur munur. Núna í síðsumarfríinu mínu tók ég saumavélina mína með og hef setið hér við og saumað tuðru, og snyrtibuddu.
Það er ekki amalegt að hafa góða aðstöðu í bústaðnum fyrir handavinnuna og eins að manni líði eins vel og mér hefur liðið hér í öllum gróðrinum og fuglasöngnum.Annars erum við búin að vera dugleg að ferðast í sumar, keyptum okkur tjaldvagn í byrjun sumars, fórum hring um Vestfirðina í lok júni. Oddfellow útilegan var í StóruMörk og jeppaferð inn í Þórsmörk. Síðan um verslunarmannahelgina var aftur haldið til Ísafjarðar í Grjótaútilegu, þar sem Ingvar Ágúst og fleiri höfðu hjólað til Ísafjarðar

Núna í september förum við Helga Einars til USA í bútasaumsferð og verður pottþétt mikið gaman og eitthvað sjálfsagt verslað.