fimmtudagur, 20. ágúst 2009

Sumarhandavinnan

Sumarið 2009

Prinsateppið er klárað, langar að prjóna skírnarkjól til að eiga fyrir mig í stíl við teppið. Er búin að finna munstur. Byrja á því þegar tími gefst til.

Ég prjónaði einnig leikskólapeysu fyrir Bergdísi Maríu - þurfti reyndar að taka hana upp aftur í hálsmálinu og þrengja það betur.Ég hef einnig aðeins verið að taka í jóladúkinn, verð örugglega búin að klára hann fyrir næstu jól.

Núna í sumar tókum við rafmagn inn í bústaðinn, og þvílíkur munur. Núna í síðsumarfríinu mínu tók ég saumavélina mína með og hef setið hér við og saumað tuðru, og snyrtibuddu.
Það er ekki amalegt að hafa góða aðstöðu í bústaðnum fyrir handavinnuna og eins að manni líði eins vel og mér hefur liðið hér í öllum gróðrinum og fuglasöngnum.Annars erum við búin að vera dugleg að ferðast í sumar, keyptum okkur tjaldvagn í byrjun sumars, fórum hring um Vestfirðina í lok júni. Oddfellow útilegan var í StóruMörk og jeppaferð inn í Þórsmörk. Síðan um verslunarmannahelgina var aftur haldið til Ísafjarðar í Grjótaútilegu, þar sem Ingvar Ágúst og fleiri höfðu hjólað til Ísafjarðar

Núna í september förum við Helga Einars til USA í bútasaumsferð og verður pottþétt mikið gaman og eitthvað sjálfsagt verslað.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli