Ég ákvað að taka þátt í þessu verkefni og er byrjuð, á erminni, og það er farið faglega í verkið frá byrjun, prjónfestuprufa gerð, þá kom í ljós að ég þurfti að minnka prjónastærðina úr 5 í 4, og þó að ég sé aðeins byrjuð á erminni, þá er ég strax búin að læra trix, í stað þess að prjóna ermina í byrjun á 4 sokkaprjóna, þá eru notaðir 2 hringprjónar ( ekki prjóna tvær á einum prjóni) heldur er þannig að notaðir eru 2 hringprjónar, helmingur lykkjanna á öðrum, og síðan hinn helmingurinn á hinum, og síðan prjónað eins og þú sert með 2 prjóna, nema þetta er hringprjónn, og núna er ég búin að prjóna aðeins áleiðis þannig að ég er búin að svissa á einn prjón, en ég skal setja mynd af þessu þegar ég geri seinni ermina. Síðan er það að læra að lesa og fara eftir enskri uppskrift, og fá aðstoð við að skilja, og þá er gott að vera með litla bók meðferðis þannig að hægt sé að punkta hjá sér hvað sé verið að gera svo maður muni, þó að maður leggi verkið frá sér, og taki síðan aftur upp nokkrum dögum síðar, (hver man ekki eftir að vera að gera e.h. og muna ekki hvar maður er staddur í munstri, eða hvaða prjón er verið að nota) næst þegar verkið,er tekið upp aftur...http://youtu.be/RybPvCNfrT8
Uppfærsla 22.des
Bolurinn komin nokkuð áleiðis
SAMPRJÓNFyrir ykkur sem eruð ekki á Facebook þá fór í gang núna í fyrsta sinn hjá Storkinum svokallað SAMPRJÓN. Það lýsir sér þannig að ákveðin peysa, auðvitað falleg og vel hönnuð, er valin og þær sem vilja prjóna hana gera það í samfloti. Þá hittist hópurinn fyrst til að fara rétt af stað, gera prjónfestuprufu og lesa í gegnum uppskriftina. Svo hittumst við 3-4 sinnum á tímabilinu og leysum málin saman og veitum aðstoð ef þarf. Allar sem taka þá fá garnið í peysuna á 15% afslætti.Það er ekki of seint að slást í hópinn. Þessi hópur hittist næst 11. des. En við látum ykkur vita um leið og nýtt SAMPRjÓN fer í gang á næsta ári og þær sem hafa áhuga geta líka skráð sig á lista hjá okkur. Þetta er bæði skemmtilegt og svo kunna margar vel við stuðninginn og jafnvel aðhaldið. Það er samt alls ekki neitt stress og hver prjónar á sínum hraða.