Sýnir færslur með efnisorðinu verkefni í vinnslu. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu verkefni í vinnslu. Sýna allar færslur

sunnudagur, 13. mars 2016

Ömmumont - #tilhverseruömmur


Lífið er yndislegt þegar maður eignast barnabörn og það hefur fjölgað í fjölskyldunni, lítill sonarsonur sem fæddist í Svíþjóð í október, við heimsóttum þau um áramótin og fengum að vera viðstödd skírn hans þegar hann fékk nafnið Matthias Ágúst, og það voru gleðitár sem féllu hjá ömmunni.



Ég hef verið að prjóna eitt og annað á börnin í haust og hér eru buxur sem féllu af prjónunum og fóru í pakkann til hans ásamt peysunni og húfu.




Ég hef líka verið að prjóna ullarpeysu á mig sjálfa - úr norsku bókinni Koftebogen 2, ég keypti bók og garnið Ask Hifa 2 í Handprjón á Reykjavíkurveginum, það gekk ekki vel að prjóna þessa peysu til að byrja með því ég gerði hana allt of stóra, þannig að ég þurfti að byrja upp á nýtt, næsta stærð fyrir neðan og minni prjónar.


Guðný og Hemmi eiga von á prinsessu um miðjan apríl og að sjálfsögðu hefur amman verið með prjónana á lofti, og eitt og annað fallegt dottið af þeim.








Baggyvarbukser

laugardagur, 5. september 2015

Verkefni viknanna #31-37

Barnabarn á leiðinni í Svíaríki - allt að gerast og ég verð að fara að spýta í lófana og klára, ég er einnig að gera lítinn gulan Uglupoka. 

sunnudagur, 10. maí 2015

Verkefni vikunnar #19


Þennan undurfagra bangsa sá ég á netflakki mínu um daginn og var um leið hugsað til garn afganganna minna, fullur poki af Rowan ullargarni sem ég hef ekkert gert við og er tilvalið að nota í svona dúkku/bangsa gerð - og viti menn þetta er bara gaman og gullfallegt, auðveld uppskrift og ekkert mál að fara eftir,  ég á eftir að gera fleiri.
Hún Bina átti að vera öll brún, en garnið dugði bara í búkinn, þannig að hún fékk annan lit á ermar og húfu.
höfundur uppskriftarinnar er einnig með þessa heimasíðu: http://www.lalylala.com/






Um síðustu helgi var mér boðið með saumavélina til Berglindar og vorum við að sauma frá föstudegi fram á laugardagskvöld, ég ætlaði mér að klára annað, en ákvað að taka með 5x5" ferninga sem ég átti og sá ekki eftir því, náði að sauma þessa disappering 4 patch quilt block,  ég er hér búin að stilla henni upp á veggnum mínum og á eftir að setja raðirnar endanlega saman. 
Skemmtileg helgi með frábærum saumafélögum. 
Saumuðum í anda Löngumýrarhelgar. 



sunnudagur, 11. janúar 2015

Verkefni vikunnar #2


Verkefni vikunar síðustu var að fitja upp á sjali eftir Stephen West, sem ég hafði keypt á Ravelry síðastliðið haust. Garnið keypti ég í Rokku í Fjarðarkaup, yndislega mjúk Lamaull/silki. Og verðið eftir því, litirnir eru svartur, ljósgrár, og mahoganyrauður. Keypti ég 1 hespu af hverjum lit og líklega þarf ég að kaupa eina svarta til viðbótar. 



laugardagur, 5. júlí 2014

Gæðastund

Svona er það best í svona sumarveðri eins og er núna þetta sumarið, inniveður 6* stiga hiti og þá er innistund með prjónanna og hljóðbókina.

 

föstudagur, 20. júní 2014

Peysan Loudes Rowan Magazine 55

Nú er ein peysa búin og við hittumst fyrir tilviljun aftur í Storkinum ég og Valdís gömul skólasystir mín úr barnaskóla, en við vorum saman að prjóna fyrri peysuna, og veittum hvor annari stuðning meðan við vorum að prjóna. Og þegar við hittumst þá ákváðum við að prjóna aðra peysu saman, við höfuð nefnilega báðar augastað á sömu peysunni úr nýjasta Rowan Magazine nr 55.

Garnið er Rowan Panama, og er ég með mína í beige, þetta er blanda af viscose,bómull og hör, og er gott að prjóna úr og mjúkt.

Að lesa uppskrift á ensku er eins og mantra, sífeldar endurtekningar og passa sig að ruglast ekki, ég hef það fyrir vana að byrja á erminni meðan ég er að læra á munstrið, enda var að gott í þessu tilfelli, ég þurfti að rekja upp að m.k 3 sinnum upp hverja umferð af þessum 9, sem ég er búin með núna, svo ég fengi munstrið til að stemma.

Uppfærsla 19 jún, Þetta mjakast aðeins, nú eru báðar ermarnar í gangi í einu,

 

 

laugardagur, 31. maí 2014

Sprettuhnífurinn besti vinur minn í dag

Aaarg , sprettuhnífurinn besti vinur minn þessa stundina - gleymdi mér aðeins, þegar eg gat loksins farið að sauma aftur eftir puttabrotið, og nú sit eg og rek upp 6 blokkir niður á byrjunarreit.


 

miðvikudagur, 14. maí 2014

Saumað út

Ég hef verið með þennan púða í vinnslu lengi, þ.e.a.s ég hef gripið í hann upp í bústað þegar ég hef verið þar, er með ýmsa smáhluti þar sem gott er að grípa í.
En ég fann það um helgina þegar ég var upp í bústað að ég get tekið í nálina, og saumað 2-3 þræði án vandræða....og nú bíð ég eftir næsta þriðjudegi 20.maí, þá fer ég aftur upp á slysó í myndatöku, og vondi losna ég við gifsið, en þá fæ ég spelkur á puttana, og tekur við endurhæfing við á úlnliðnum.
En góðir hlutir gerast hægt þessa stundina.

föstudagur, 22. nóvember 2013

Samprjón, með Storkinum

Ég ákvað að taka þátt í þessu verkefni og er byrjuð, á erminni, og það er farið faglega í verkið frá byrjun, prjónfestuprufa gerð, þá kom í ljós að ég þurfti að minnka prjónastærðina úr 5 í 4, og þó að ég sé aðeins byrjuð á erminni, þá er ég strax búin að læra trix, í stað þess að prjóna ermina í byrjun á 4 sokkaprjóna, þá eru notaðir 2 hringprjónar ( ekki prjóna tvær á einum prjóni) heldur er þannig að notaðir eru 2 hringprjónar, helmingur lykkjanna á öðrum, og síðan hinn helmingurinn á hinum, og síðan prjónað eins og þú sert með 2 prjóna, nema þetta er hringprjónn, og núna er ég búin að prjóna aðeins áleiðis þannig að ég er búin að svissa á einn prjón, en ég skal setja mynd af þessu þegar ég geri seinni ermina. Síðan er það að læra að lesa og fara eftir enskri uppskrift, og fá aðstoð við að skilja, og þá er gott að vera með litla bók meðferðis þannig að hægt sé að punkta hjá sér hvað sé verið að gera svo maður muni, þó að maður leggi verkið frá sér, og taki síðan aftur upp nokkrum dögum síðar, (hver man ekki eftir að vera að gera e.h. og muna ekki hvar maður er staddur í munstri, eða hvaða prjón er verið að nota) næst þegar verkið,er tekið upp aftur...http://youtu.be/RybPvCNfrT8

 

Uppfærsla 22.des

Bolurinn komin nokkuð áleiðis

SAMPRJÓNFyrir ykkur sem eruð ekki á Facebook þá fór í gang núna í fyrsta sinn hjá Storkinum svokallað SAMPRJÓN. Það lýsir sér þannig að ákveðin peysa, auðvitað falleg og vel hönnuð, er valin og þær sem vilja prjóna hana gera það í samfloti. Þá hittist hópurinn fyrst til að fara rétt af stað, gera prjónfestuprufu og lesa í gegnum uppskriftina. Svo hittumst við 3-4 sinnum á tímabilinu og leysum málin saman og veitum aðstoð ef þarf. Allar sem taka þá fá garnið í peysuna á 15% afslætti.Það er ekki of seint að slást í hópinn. Þessi hópur hittist næst 11. des. En við látum ykkur vita um leið og nýtt SAMPRjÓN fer í gang á næsta ári og þær sem hafa áhuga geta líka skráð sig á lista hjá okkur. Þetta er bæði skemmtilegt og svo kunna margar vel við stuðninginn og jafnvel aðhaldið. Það er samt alls ekki neitt stress og hver prjónar á sínum hraða.

 

sunnudagur, 18. ágúst 2013

Lopapeysa á húsfreyjuna

Það er svona ég sé eitthvað og það heillar mig, þa verð ég helst strax meðan hugmyndin er heit og eldmóðurinn lifir, að framkvæma.Málið er að eg sá stúlku í svo fallegri lopapeysu um verslunarmannahelgina, og ég kunni ekki við að taka mynd af henni, en hvað með það, ég fór heim og byrjaði að gúggla myndir af peysunni, fann ekkert svipað, en gafst ekki upp, auglýsti á facebook eftir þessu munstri og viti menn það bar árangur "med det samme" Ístex blað örugglega 15 ára gamalt, http://istex.is/prjonabok/Istex16.html
Og síðan hófst leitin að blaðinu og uppskriftinni, sem fannst með hjálp góðra Ísfirska vinkvenna minna
Og nú er ég byrjuð á peysunni,hún er prjónuð ofanfrá og niður, verður heil, og ekki ætla ég að hafa hana eins víða
og hún er í uppskriftinni

 

fimmtudagur, 6. júní 2013

Sommerferie í Danmark

Så skal man strikke og hækle.
En pink skolesweater for mit barnebarn, og siden fand jeg en garnbutik og nu skal hækle et tæppe.
Det er godt at side ude i solen og få liten sol på kroppen, det rigner i Island nu, og sommeren er der ikke endnu.




mánudagur, 28. nóvember 2011

Ýmislegt í vinnslu og annað klárað

 Það er svo gott að hafa margt að grípa í, hver kannast ekki við það

ég stóðst ekki mátið og keypti þetta undurmjúka babyalpaca garn í Litlu Prjónabúðinni um daginn og þessa uppskrirft af barnaskokk


ég kláraði nú gardínuna mína um daginn, en systir bað um eina fyrir sig í eldhúsgluggann í bústaðinn þannig að það var slegið upp á einni til viðbótar og hún er núna tilbúin til afhendingar. 

SuperMarío er langt komin og verður kláraðu von bráðar
Best er að vera svona í bústaðnum - í Weeso gallanum með fæturnar undir sér og eitthvað milli handanna - og helst sögu í ipodinum líka.

þriðjudagur, 9. ágúst 2011

Myndir

7 hlutir í einu segir systir mín. húfa, sokkar, sjal á prjónunum, gardínur á heklunálinni, púði á saumanálinni og síðast en ekki síst var verið að setja bindingu á teppi fyrir stóru systur.


Haldið ekki að það sé flott - rosalega ánægð með það



sunnudagur, 11. janúar 2009

Verkefni í vinnslu

Heklað milliverk í sængurverk - fyrri hlutinn heklaður af föðurömmu (veit ekki betur)
Efni í teppið fyrir Guðný Maríu.
Þessi lúruteppi bíða eftir að kviltast í saumavélinni
Íslenska rósin,aðeins á eftir að kvilta hann


Jóladúkurinn staðan í des 2008

Svart/hvíti draumurinn sem ég byrjaði á í sept 2008 á Saumahelgi Quiltbúðarinnar Löngumýri