Sýnir færslur með efnisorðinu sumarbústaður. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu sumarbústaður. Sýna allar færslur

laugardagur, 12. júlí 2014

Kertalogahúfa

Tók mér smá pásu frá peysuprjóni og prjónaði húfu handa Bergdísi Maríu.
Ég notaði Alpakka ull, og prjóna nr. 3.5, og fjölgaði lykkjunum í 112 í uppfitinni, og í 144 í húfunni sjálfri. Hún valdi litinn sjálf og garnið - vildi ekki fá neitt sem klæjaði undan. 
Mjög sátt við þessa húfu - spurning um að maður geri eina handa mér. 

Uppskrift af þessari húfu má fá í Litlu prjónabúðinni í Hátúni.  og hér á Ravelry er hún frí.


sunnudagur, 8. júní 2014

Magnús hagamús

Í bókinni litríkar lykkjur úr garðinum eftir Arne og Carlos eru nokkar fíkúrur og m.a hann Magnús hagamús og fannst mér tilvalið að prjóna einn. Uppskriftin er mjög góð og gott að fara eftir.

 

laugardagur, 7. júní 2014

Sólarsamba og prjónarnir.

Sólarvörnin,kaffibollinn og vatnsbrúsinn, prjónarnir og sólin sem verður í allan dag og morgun líka. Svona eru bestu helgarnar

Magnús hagamús á prjónunum.

sunnudagur, 14. október 2012

Eldsnemma á sunnudagsmorgni

Elska það að vakna fyrir allar aldir og horfa á morgunroðan.
Þessar myndir tók ég kl: 7 í morgun í bústaðnum.