sunnudagur, 18. janúar 2015
Verkefni vikunnar #3
laugardagur, 3. janúar 2015
mánudagur, 4. ágúst 2014
Tækin notuð - góð í hjálpartækjum!
föstudagur, 14. febrúar 2014
Prjónað í belg og biðu
Ég er að prjóna þetta sjal, fann uppskrift á netinu http://www.ravelry.com/patterns/library/birch, sá það prjónað úr silki merino, en langaði ekki að prjóna úr því garni, þannig að ég er með alpaca/merino, gengur vel, en þarf að vera með gott ljós þar sem það er svart og auðvelt að ruglast í munstrinu.
Síðan er það peysan, hún er á síðustu umferðunum, við erum búin að hittast nokkrum sinnum, ég er stopp núna, og er að bíða eftir að kallað verður, en vegna aðstæðna hjá kennara þá þurfum við að hinkra aðeins, en það er lokakaflinn eftir.
föstudagur, 22. nóvember 2013
Samprjón, með Storkinum
Ég ákvað að taka þátt í þessu verkefni og er byrjuð, á erminni, og það er farið faglega í verkið frá byrjun, prjónfestuprufa gerð, þá kom í ljós að ég þurfti að minnka prjónastærðina úr 5 í 4, og þó að ég sé aðeins byrjuð á erminni, þá er ég strax búin að læra trix, í stað þess að prjóna ermina í byrjun á 4 sokkaprjóna, þá eru notaðir 2 hringprjónar ( ekki prjóna tvær á einum prjóni) heldur er þannig að notaðir eru 2 hringprjónar, helmingur lykkjanna á öðrum, og síðan hinn helmingurinn á hinum, og síðan prjónað eins og þú sert með 2 prjóna, nema þetta er hringprjónn, og núna er ég búin að prjóna aðeins áleiðis þannig að ég er búin að svissa á einn prjón, en ég skal setja mynd af þessu þegar ég geri seinni ermina. Síðan er það að læra að lesa og fara eftir enskri uppskrift, og fá aðstoð við að skilja, og þá er gott að vera með litla bók meðferðis þannig að hægt sé að punkta hjá sér hvað sé verið að gera svo maður muni, þó að maður leggi verkið frá sér, og taki síðan aftur upp nokkrum dögum síðar, (hver man ekki eftir að vera að gera e.h. og muna ekki hvar maður er staddur í munstri, eða hvaða prjón er verið að nota) næst þegar verkið,er tekið upp aftur...http://youtu.be/RybPvCNfrT8
Uppfærsla 22.des
Bolurinn komin nokkuð áleiðis
SAMPRJÓNFyrir ykkur sem eruð ekki á Facebook þá fór í gang núna í fyrsta sinn hjá Storkinum svokallað SAMPRJÓN. Það lýsir sér þannig að ákveðin peysa, auðvitað falleg og vel hönnuð, er valin og þær sem vilja prjóna hana gera það í samfloti. Þá hittist hópurinn fyrst til að fara rétt af stað, gera prjónfestuprufu og lesa í gegnum uppskriftina. Svo hittumst við 3-4 sinnum á tímabilinu og leysum málin saman og veitum aðstoð ef þarf. Allar sem taka þá fá garnið í peysuna á 15% afslætti.Það er ekki of seint að slást í hópinn. Þessi hópur hittist næst 11. des. En við látum ykkur vita um leið og nýtt SAMPRjÓN fer í gang á næsta ári og þær sem hafa áhuga geta líka skráð sig á lista hjá okkur. Þetta er bæði skemmtilegt og svo kunna margar vel við stuðninginn og jafnvel aðhaldið. Það er samt alls ekki neitt stress og hver prjónar á sínum hraða.
sunnudagur, 4. ágúst 2013
miðvikudagur, 29. maí 2013
Fann gersemar í geymslunni
Þetta púðaver, keypti ég í Hafnarborg þegar Kaffe Fasset var með sýningu þar árið 1996. Og saumaði ég stykkið samviskusamlega, og síðan ekki söguna meir. Nú liggur fyrir að ég klári stykkið og saumi á það bak.
Þess má geta að ég keypti í annan sviðaðan púða í fyrrasumar og er ég með hann í sumarbústaðnum og gríp í hann öðru hvoru.
Síðan fann ég þetta garn...undir áhrifum frá Kaffe á þessum árum þá fór ég á prjónanámskeið í Storkinum og lærði ég að prjóna munsturprjón með mörgum litum og prjóna aldrei brugnu umferðina, heldur að prjóna alltaf með réttuna að sér, þessi aðferð hefur nýst mér vel og nota ég hana þónokkuð, en það er af þessu garni að segja að ég keypti mér í peysu..... hef prjónað ermina og síðan ekki meira, ég hef gefist upp, oft hef ég hugsað um þetta garn, því ég man að það kostaði sinn pening, ég hef flutt 2x á þessu tímbili en aldrei litið almennilega í þenna blessaða kassa, en á honum stóð nú samt EKKI HENDA.
Hvað verður um garnið á ég eftir að hugleiða en peysa á mig verður það ekki, heklaðar dúllur t.d í teppi eg held að það gæti orðið úr, það sem ég hef svo mikið af ljósu a móti öllum þessum litum. - sjáum til.
laugardagur, 20. apríl 2013
Saumar
sunnudagur, 31. mars 2013
Bútasaumur í vinnslu
Nú sit ég og handsting niður boga, ég byrjaði að gera það í vélinni, en ákvað að svissa yfir í handstungu, hér eru 2 blokkir, önnur búin og hin langt komin.
sunnudagur, 2. desember 2012
Design wall
Nú er nýji jóladúkurinn sem er í vinnslu á veggnum.
miðvikudagur, 22. ágúst 2012
Tíglar 1/3 done -tumbling quilt block
Spurning um að fara að setja saman!
Ég hef tekið til hliðar mikið af gömlum efnum og sett í svokallað ferðatöskuverkefni og þegar ég var spurð að því um daginn hvort ég væri búin með þetta ákvað ég að raða niður nokkrum blokkum til að sjá hvað ég væri komin langt, mér sýnist ég þurfa ca 350 blokkir og er ég búin með 200 og á enn fulla körfu af ósamansettum.
This is my tumbling quilt project with some old fabric I have put together in a basket and now is the question do I have enough for a quilt
sunnudagur, 26. febrúar 2012
UFO
ég fann þetta í poka bak við hurð í saumaherberginu mínu.