föstudagur, 14. febrúar 2014

Prjónað í belg og biðu

Ég er að prjóna þetta sjal, fann uppskrift á netinu http://www.ravelry.com/patterns/library/birch, sá það prjónað úr silki merino, en langaði ekki að prjóna úr því garni, þannig að ég er með alpaca/merino, gengur vel, en þarf að vera með gott ljós þar sem það er svart og auðvelt að ruglast í munstrinu.

Síðan er það peysan, hún er á síðustu umferðunum, við erum búin að hittast nokkrum sinnum, ég er stopp núna, og er að bíða eftir að kallað verður, en vegna aðstæðna hjá kennara þá þurfum við að hinkra aðeins, en það er lokakaflinn eftir.

 

1 ummæli:

  1. Velkomin aftur í bloggheim, var farin að sakna þín :) - Fallegt handverk eins og allt sem þú gerir Fríða, spennandi að sjá peysuna, vonandi lætur kennarinn ykkur ekki bíða of lengi ;)

    SvaraEyða