Sýnir færslur með efnisorðinu útsaumur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu útsaumur. Sýna allar færslur

sunnudagur, 1. febrúar 2015

Verkefni vikunnar # 5

Ekkert varð um færslu síðastliðinn sunnudag þar sem frúin var erlendis að samfagna kærustu sonarins, annarsvegar með 30 ára afmæli hennar og hins vegar að hún vann prestheiti sitt við Sænsku kirkjuna. En þau búa í Malmö hann vinnur þar sem tölvunarfræðingur, og hún sem prestur í Lundarsókn, og síðan er litla Dísin búsett í Köben með mömmu sinni.

Var þetta mjög hátíðleg stund og gaman að fá að vera viðstödd.





Ég hef verið ósköp róleg í handavinnunni þessa vikuna,

Sjalið mjakast aðeins.



Og ég er búin að merkja og þræða jafann og er byrjuð að sauma, eitt spor í einu, en ég þarf að hafa góða ljósið og stækkunarglerið til að sjá almennilega hvað ég er að gera.






sunnudagur, 18. janúar 2015

Verkefni vikunnar #3


Handavinnan mjakast aðeins áfram, við í handavinnuklúbbnum í bankanum fengum áskorun um að prjóna húfu,treyju og skokka fyrir góðgerðasamtök í Afríku fyrir nýbura frá einni samstarfskonu okkar, og ég hef aldrei prjónað svona litla flík áður, en þessum flíkum verður komið til skila í apríl til samtakana sem afhenda flíkurnar frá okkur og eru þónokkir samstarfsfélagar búnar að láta vita að þær ætli að vera með. 

Sjalið mjakast aðeins áfram, ég gleymdi að kaupa aðra hespu af svörtu í gær í FK þannig að ég þarf að bíða fram yfir helgi. 




Ég skipti um tölur á kaðlatreflinum og þetta er allt annað lúkk. 




Ég fór í gær í Ömmu Mús og keypti mér hörjafa, mig hefur alltaf langað til að sauma mér jóladúk á borðstofuborðið mitt, og þar sem ég fékk gjafabréf frá vinnufélögunum mínum ákvað ég að láta verða af þessu, ég var búin að fá munstrið af þessum dúk og litanúmerin og fékk ég alveg súper þjónustu í ÖmmuMús í gær við að velja réttan jafa og leit að réttu DMC númerum. 

s.s. þetta verður verkefnið - og set ég mér engin tímamörk á hvenær þetta verður klárað.




sunnudagur, 4. desember 2011

Nú mega jólin koma fyrir mér

Sum verkefni taka lengri tíma en önnur en klárast samt - núna fyrir jólin tók ég mig til og "setti upp" eins og það hét í den, jóladúkinn minn sem er búin að vera í vinnslu síðan 2008 - ég kláraði að sauma hann fyrir jólin í fyrra - núna er hann klár undir jólatré


þriðjudagur, 9. ágúst 2011

Myndir

7 hlutir í einu segir systir mín. húfa, sokkar, sjal á prjónunum, gardínur á heklunálinni, púði á saumanálinni og síðast en ekki síst var verið að setja bindingu á teppi fyrir stóru systur.


Haldið ekki að það sé flott - rosalega ánægð með það