Sýnir færslur með efnisorðinu bútasaumur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu bútasaumur. Sýna allar færslur

sunnudagur, 10. maí 2015

Verkefni vikunnar #19


Þennan undurfagra bangsa sá ég á netflakki mínu um daginn og var um leið hugsað til garn afganganna minna, fullur poki af Rowan ullargarni sem ég hef ekkert gert við og er tilvalið að nota í svona dúkku/bangsa gerð - og viti menn þetta er bara gaman og gullfallegt, auðveld uppskrift og ekkert mál að fara eftir,  ég á eftir að gera fleiri.
Hún Bina átti að vera öll brún, en garnið dugði bara í búkinn, þannig að hún fékk annan lit á ermar og húfu.
höfundur uppskriftarinnar er einnig með þessa heimasíðu: http://www.lalylala.com/






Um síðustu helgi var mér boðið með saumavélina til Berglindar og vorum við að sauma frá föstudegi fram á laugardagskvöld, ég ætlaði mér að klára annað, en ákvað að taka með 5x5" ferninga sem ég átti og sá ekki eftir því, náði að sauma þessa disappering 4 patch quilt block,  ég er hér búin að stilla henni upp á veggnum mínum og á eftir að setja raðirnar endanlega saman. 
Skemmtileg helgi með frábærum saumafélögum. 
Saumuðum í anda Löngumýrarhelgar. 



laugardagur, 27. september 2014

Langamýri 2014


Þá er það Löngumýrarhelgin 2014, besta húsmæðraorlof/saumahelgi ever. Við Helga E lögðum af stað snemma á fimmtudagsmorgni, vorum komnar á Akureyri um hádegi og fengum okkur að borða, fórum í Jólahúsið versluðum aðeins og fengum síðan kaffisopa hjá frænku Helgu. Áður en við fórum framhjá Löngumýri hentum við töskunum inn því því sama herbergi og saumaborð verðum við að hafa. Verkefni helgarinnar eru ókláruð teppi, fyrir utan saumatöskurnar eins og við gerðum í sumar, nema þessi er aðeins stærri, við skárum niður í þær á fimmtudagskvöldinu og vorum síðan ALLAN föstudaginn að sauma þær, þær voru aðeins snúnari en þær fyrri.

Hér eru síðan fleiri myndir frá helginni okkar.




Þessa bútasaumstebolla fengum við svo frá vinkonu okkar Berglindi - því við höfum alltaf öfundað hana af Beatrix Potter bollanum hennar. 



Stóra stelpan hennar Berglindar kom með, hún er að læra að sauma stelpan og gerir það mjög vel, hún tók með sér þessu hafmeyjusundföt og tók nokkur sundtök í pottinum. 

mánudagur, 28. júlí 2014

Enn ein snilldar buddan.

Við Helga Einars settumst loksins niður í gær, og saumuðum okkur eina svona buddu/tösku.
Hún er með 3 lokuðum hólfum og 4 opnum hólfum og það er endalaust hægt að troða í hana.
Munstrið fengum við á góðum stað, og hér eru nánar leiðbeiningar hvernig hún er sett saman.


laugardagur, 31. maí 2014

Sprettuhnífurinn besti vinur minn í dag

Aaarg , sprettuhnífurinn besti vinur minn þessa stundina - gleymdi mér aðeins, þegar eg gat loksins farið að sauma aftur eftir puttabrotið, og nú sit eg og rek upp 6 blokkir niður á byrjunarreit.


 

sunnudagur, 30. mars 2014

Handavinnukellingin raðar saman efnum

 
Ég er búin að skrá mig á námskeið hjá Guðrúnu Erlu núna í apríl og ekki seinna vænna en að finna til efni sem passa í verkefnið á efnalagernum mínum, og byrja að strauja og skera.

 

föstudagur, 7. mars 2014

Elska að kaupa búta

Elska að kaupa búta, #rowanfabricks #storkurinn

Þurfti að skjótast í Storkinn í gær, og var þar góð útsala á eldri línu af Rowan efnum 500kr pakkinn með 3 efnum (1/2) fatquarters. Hvað ég ætla að sauma - er það ekki aukaatriði, fallegt í hillunni með hinum bútunum mínum.

 

sunnudagur, 4. ágúst 2013

mánudagur, 22. júlí 2013

Dana prinsessan hefur verið í heimsókn

 
 
 
Og er búið að vera gaman hjá okkur, yndislegt að vakna á morgnana þegar hún hefur hoppað uppí hjá okkur. Og svo á hún sín skemmtilegu dramaköst öðru hverju, en það fylgir þessum elskum.
 
 
Ég saumaði handa henni koddaver, fékk hún að velja sjálf úr efnaskúffunni.
 

laugardagur, 20. apríl 2013

Saumar

Þegar maður má ekki hekla/prjóna , þá er gott að eiga blokkir sem þarf að klára, þetta gengur hægt, en who cares


sunnudagur, 31. mars 2013

Bútasaumur í vinnslu

Ég saumaði saman í haust blokkir í teppi handa mér, batik teppi sem ég keypti í um árið í ferðinni okkar Helgu.
Nú sit ég og handsting niður boga, ég byrjaði að gera það í vélinni, en ákvað að svissa yfir í handstungu, hér eru 2 blokkir, önnur búin og hin langt komin.




þriðjudagur, 1. janúar 2013

sunnudagur, 28. október 2012

Nestistöskur

Við  Helga Einars hittumst og áttum saman saumastund á sunnudegi hér heima, og saumuðum þessa nestistösku. Snið sem við fengum af síðunni hennar Berglindar , mjög auðvelt að sauma og hrikalega flottar.



laugardagur, 6. október 2012

Alltaf að læra eitthvað nýtt

Hver á ekki fullt af ræmum, þær þurfa ekki einu sinni að vera jafnbreiðar eins og sýnt er í þessu myndbandi

sunnudagur, 23. september 2012

Langamýri 2012 alveg að bresta á

Næsta helgi verður löng saumahelgi á Löngumýri. Er búin að skera niður í verkefni sem ég ætla að sauma, þetta batikteppi féll ég fyrir í USA ferð okkar Helgu hér um árið og nú loksins ætla ég að sauma það.

sunnudagur, 9. september 2012

Óvissuverkefni 2011 Löngumýri

Ekki seinna vænna að sauma óvissuverkefni Löngumýrarhelgar 2011 áður en haldið er á næstu saumahelgi

sunnudagur, 2. september 2012

Afgangar í bútum -

Var að taka til í efnunum mínum og fann meðal annars fullan poka af afskurði sem mér var gefin í fyrra. Ákvað að búa til bollamottu, eins var ég búin að sjá munstur af bollamottum á netinu og smellti nokkrum Kaffe Fasett efnum undir hnífinn.

miðvikudagur, 22. ágúst 2012

Tíglar 1/3 done -tumbling quilt block


Spurning um að fara að setja saman!
Ég hef tekið til hliðar mikið af gömlum efnum og sett í svokallað ferðatöskuverkefni og þegar ég var spurð að því um daginn hvort ég væri búin með þetta ákvað ég að raða niður nokkrum blokkum til að sjá hvað ég væri komin langt, mér sýnist ég þurfa ca 350 blokkir og er ég búin með 200 og á enn fulla körfu af ósamansettum.
This is my tumbling quilt project with some old fabric I have put together in a basket and now is the question do I have  enough for a quilt