miðvikudagur, 27. júlí 2016

Hún byrjar snemma að fylgjast með

Hún horfir alltaf á mig dáleidd þegar ég er að prjóna.....það skildi þó aldrei vera að hægt verði að kenna henni ......

Arnheiður María og amma 

þriðjudagur, 28. júní 2016

Emblapeysa - alpakkaull

Þessi peysa heitir Embla - og er frá strikkezilla, ég prjónaði hana úr Alpakka ull, hef aldrei prjónað úr því fyrr, og er hún létt og mjúk.
Peysan er fyrir Matthías Ágúst, ömmustrákinn minn í Svíþjóð, og verður hún örugglega fín eftir áramótin, en hann verður 1 árs í október. Stærðin er 12-18 mán. 

laugardagur, 4. júní 2016

Skírn Arnheiðar Maríu.

Þessi litla dama kom í heiminn 22.apríl, fæðingin gekk mjög vel, en hún þurfti að dveljast á gjörgæslu vökudeildar fyrstu 12 dagana, þar sem hún greindist með lungnaháþrýsting strax eftir fæðingu, en hún braggast mjög vel þessi elska og er komin yfir þetta.
Hún var síðan skírð heima hjá okkur þann 16.maí og fékk nöfn beggja langömmu sinna Arnheiður María.
Hún er í skírnarkjóll sem ég prjónaði fyrir nokkrum árum og skírnarslaufan er gerð af frænda hennar lögreglumanninum Guðm.Fylkis.
Sr.Þórhildur skírði, og spiluðu þær frænkur hennar Arnheiðar Maríu, SiggaKristjana, Sólrún Ylfa og Móeiður skírnarsálmana.


sunnudagur, 3. apríl 2016

Hvítur skokkur - hentesett with a twist

Þessi uppskrift er frá ministrikk.no, ég breytt henni aðeins þar sem mig langaði að hafa hana prjónaða með garðaprjóni, en uppskriftin segir hún eigi að vera brugðið á réttunni og þ.a.l slétt að innan. 
Þessi peysa/skokkur er hneppt að aftan, þannig að það má auðveldlega hana sem gollu óhneppta við leggings.
Garnið er frá Lanas Merino fínna garnið
miðvikudagur, 30. mars 2016

Lev Landlig kofta


Þá er peysan mín loksins tilbúin
þetta er peysan Lev Landlig kofte by Lene Holme Samsøe og Liv Sandvik Jakobsen úr Kofteboken 2 

Peysan er prjónuð ofanfrá og niður, og finnst mér það eiginlega besta aðferðin við peysuprjón, en ég byrjaði á henni of stórri - miðað við málin þá átti ég að taka XL en prjónfestan og munsturprjónið varð of laust hjá með prjónum nr. 3,5 þannig að ég skipti yfir í L stærð ásamt því að minnka prjónana niður í nr. 3

Garnið heitir Hifa Ask Hifa 2, og keypt í Handprjónabúðinni á Reykjavíkurveginum, þetta eru 100 gr. hespur og er svolítið hart viðkomu, og ég var vægast sagt að missa þolinmóðina þegar ég var að gera áttablaðarósina þar sem ég var að vinna með 3 liti í einu, því þeir festust svo saman, en þetta tókst að lokum.
Peysan er mjög létt og mjúk eftir þvottinn, og smellti ég henni í vindingu í þvottavélina áður en ég lagði hana til þerris.

Það sem ég myndi vilja breyta - er að ég hefði viljað taka meira úr undir höndum, ég gerði 2 úrtökur, (sem var ekki í uppskriftinni) og auka ermalykkjurnar undir handveginum hefðu mátt vera færri. 
Ég n.b. saumaði og klippti sjálf peysuna í sundur, hélt að það gæti ég ekki gert, en bútasaumsfóturinn (yfirflytjarinn) bjargaði mér alveg og síðan setti ég borða yfir sárið.

Þetta er peysan sem ég mun pottþétt nota mikið.

sunnudagur, 13. mars 2016

Ömmumont - #tilhverseruömmur


Lífið er yndislegt þegar maður eignast barnabörn og það hefur fjölgað í fjölskyldunni, lítill sonarsonur sem fæddist í Svíþjóð í október, við heimsóttum þau um áramótin og fengum að vera viðstödd skírn hans þegar hann fékk nafnið Matthias Ágúst, og það voru gleðitár sem féllu hjá ömmunni.Ég hef verið að prjóna eitt og annað á börnin í haust og hér eru buxur sem féllu af prjónunum og fóru í pakkann til hans ásamt peysunni og húfu.
Ég hef líka verið að prjóna ullarpeysu á mig sjálfa - úr norsku bókinni Koftebogen 2, ég keypti bók og garnið Ask Hifa 2 í Handprjón á Reykjavíkurveginum, það gekk ekki vel að prjóna þessa peysu til að byrja með því ég gerði hana allt of stóra, þannig að ég þurfti að byrja upp á nýtt, næsta stærð fyrir neðan og minni prjónar.


Guðný og Hemmi eiga von á prinsessu um miðjan apríl og að sjálfsögðu hefur amman verið með prjónana á lofti, og eitt og annað fallegt dottið af þeim.
Baggyvarbukser

þriðjudagur, 24. nóvember 2015

Amma prjónar meira


Þessi peysa og húfa er úr blaðinu, Babystrik på pinde nr 3.
Garnið er: : Lanas stop, prima merino, pr 3. 
Ég gerði stærð 6 mán og fannst hún ekki stór en þegar ég var búin að þvo hana þá lagaðist hún og ég gat mótað hana til.