laugardagur, 4. júní 2016

Skírn Arnheiðar Maríu.

Þessi litla dama kom í heiminn 22.apríl, fæðingin gekk mjög vel, en hún þurfti að dveljast á gjörgæslu vökudeildar fyrstu 12 dagana, þar sem hún greindist með lungnaháþrýsting strax eftir fæðingu, en hún braggast mjög vel þessi elska og er komin yfir þetta.
Hún var síðan skírð heima hjá okkur þann 16.maí og fékk nöfn beggja langömmu sinna Arnheiður María.
Hún er í skírnarkjóll sem ég prjónaði fyrir nokkrum árum og skírnarslaufan er gerð af frænda hennar lögreglumanninum Guðm.Fylkis.
Sr.Þórhildur skírði, og spiluðu þær frænkur hennar Arnheiðar Maríu, SiggaKristjana, Sólrún Ylfa og Móeiður skírnarsálmana.






Engin ummæli:

Skrifa ummæli