Sýnir færslur með efnisorðinu crochet. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu crochet. Sýna allar færslur

sunnudagur, 7. september 2014

Heklað teppi

Aðdáandi handavinnukonunar mætir alltaf í stólinn þegar hún sest við handavinnuna, stundum gott að hafa hann, en í sumum tilfellum sest hann ofan á verkefnið og ég þarf að ýta fast á hann til að hann skilji að hann er ekki velkomin í þetta sinnið. 

En nú er þessu teppi lokið, keypti garnið í það í fyrrasumar í Ålaborg er við vorum þar í heimsókn og mig vantaði eitthvað að dunda mér við, síðan hef ég verið að vandræðast með hvernig ég ætti að setja það saman, og var búin að prófa nokkar aðferðir. 
Ingileif föðursystir sendi mér link á youtube af mjög góðri aðferð og að sjálfsögðu notaði ég hana. Kemur þessi aðferð mjög fallega út og hornin á milli ferningana eru fallegir. Takk frænka fyrir aðstoðina. 
Garnið sem ég notaði í þetta er Drops delight, og svart kambgarn á milli. 
Nú er einu af ókláruðu verkefnunum lokið, verkefni vetrarins verður að klára þetta sem ég er með í vinnslu, og ætla ég að nota t.d. Löngumýrarhelgina sem ég er að fara á seinnipartin í september til að KLÁRA, ekki byrja á neinu nýju fyrr en amk. 2 quilt toppar eru búnir. 


þriðjudagur, 11. mars 2014

Langbestu borðtuskurnar

Þetta eru bestu borðtuskurnar, sama hvort það er úr mandarin bómullargarni eða ódýra bómullargarninu í Söstrene Grene munstrið er hér ég fann ekki upphaflega munstrið en þetta er nokkurvegin eins.  


laugardagur, 9. nóvember 2013

Snjókorn hekluð

Her er eg bún að stífa þau upp úr sykurblöndu.

Magnús er á ráðstefnu upp í Borgarfirði, og ég smyglaði mér með, sat allan daginn í gær og heklaði snjókorn, núna sit ég í setustofunni frammi meðan þeir klára dag tvö, og hlusta á jólalög - ótrúlega næs og huggulegt.
 
Þessi sem eru á svampnum eru öll úr heklugarni, hin hér fyrir neðan eru blönduð bæði heklugarn og saturnús bómullargarn.
 


fimmtudagur, 31. október 2013

Borðtuskur


Ég hef verið að hekla og prjóna borðtuskur, er að nota allt bómullargarn sem ég á, og kaupi aðeins til viðbótar, garnið frá Söstrene Grene er ódýrast, en ég átti allmargar hespur af Mandarín garni, þannig að ég er að nýta það einnig.... Skemmtilegat við þetta að ég er að gera þetta í mat/kaffitímum í vinnunni og þetta smitar fljótt úr frá sér, og er nokkrar tuskur í vinnslu þar einnig hjá vinnufélugunum.

mánudagur, 17. júní 2013

Hekluð kanína

Ég geymi alltaf garn í bústaðnum, hekla/prjóna gjarnan borðtuskur. En núna gerði ég lítin bangsa
Ótrúlega gaman og auðvelt. 

sunnudagur, 13. janúar 2013

Heklaðir Convers skór

Heillaðist af þessum  Converce skóm  og ákvað að kenna samstarfskonu minni að hekla þá,  en ákafinn var svo mikill að ég kláraði þá bara sjálf og færði henni. 

Þórdís þetta tókst.

Og af því að ég var í ham þá gerði ég líka aðra handa henni Siggu Rún annari samstarfsskonu minni, og læt ég staðar numið í þessum fræðum að sinni. -  Það er eiginlega ómögulegt að hekla úr svörtu garni, ég varð að vera með handavinnuljósið - með stækkunarglerinu við hendina svo ég myndi sjá lykkjurnar.

mánudagur, 6. ágúst 2012

African flower - heklaðar dúllur

Það er nóg af endum sem þarf að ganga frá, ákvað að prófa að hekla saman þær dúllur sem ég er búin með.

laugardagur, 10. desember 2011

Heklaðar gardínur

Gardínurnar sem ég var að hekla handa systur eru komnar upp hjá henni í bústaðnum