Sýnir færslur með efnisorðinu Slysasagan. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Slysasagan. Sýna allar færslur

föstudagur, 19. júní 2015

Verkefni næstu vikna

Slysasagan heldur áfram. Í þetta sinn var ég í smá garðvinnu í bústaðnum. Og svona fór nú.
Brotin á vinstri úlnlið og mun verða í gipsi næstu vikurnar, og ekki geta gert neina handavinnu, því miður.



miðvikudagur, 14. maí 2014

Saumað út

Ég hef verið með þennan púða í vinnslu lengi, þ.e.a.s ég hef gripið í hann upp í bústað þegar ég hef verið þar, er með ýmsa smáhluti þar sem gott er að grípa í.
En ég fann það um helgina þegar ég var upp í bústað að ég get tekið í nálina, og saumað 2-3 þræði án vandræða....og nú bíð ég eftir næsta þriðjudegi 20.maí, þá fer ég aftur upp á slysó í myndatöku, og vondi losna ég við gifsið, en þá fæ ég spelkur á puttana, og tekur við endurhæfing við á úlnliðnum.
En góðir hlutir gerast hægt þessa stundina.

sunnudagur, 27. apríl 2014

Nú segi ég stopp..

Nú er um að gera að taka Pollýönnu á þetta, gæti hafa farið verr í skokkinu í gærmorgun, 3ja hlaupaæfing sumarsins, nú verður ekkert hjólað í vinnuna, engin hlaup, næstu daga verður það Hulu/Netflix og bækurnar sem bjarga mér meðan ég horfi löngunaraugum á ókláruðu handavinnuna.