þriðjudagur, 15. nóvember 2016

Flott á barnabörnin - vesti, kjóll, og peysur

Amman prjónar eins og vindurinn #ammaprjónareinsogvindurinn, og gleymir að setja myndirnar inn á bloggið sitt, enda er búið að vera mikið að gera hjá henni, bæði í vinnu og námi. En það er gott að grípa í prjónana inn á milli.
Hér er afrakstur sumarsins og haustsins fyrir yngstu barnabörnin mín, 
Peysurnar þessi bláa og bleika eru prjónaðar úr alpakka og alpakkasilki, uppskriftin er keypt á netinu frá www.strikkezilla.no, þetta er sama stærð en garnið er misgróft (alpakka og alpakkasilke) enda 6 mán á milli þeirra. 
Bleika peysan er frá hlynadesign og heitir Brim, breytti henni aðeins og er hún prjónuð úr englaullinni úr Litluprjónabúðinni, yndislegt garn...hálskraginn er síðan prjónaðar úr afgangnum af englaullinni en tvöfalt, uppskriftin er fengin af Raverly, frá hönnuði sem heitir Strikketanten.
Kjólinn er úr Litlu prjónabúðinni og heitir Alda, prjónaður úr BC Alba garn sem er bómullargarn.
Og svo er það vestið #elias úr Klompelompe2 bókinni, prjónað úr Merionoull úr Handprjón.is 
Engin ummæli:

Skrifa ummæli