sunnudagur, 10. maí 2015

Verkefni vikunnar #19


Þennan undurfagra bangsa sá ég á netflakki mínu um daginn og var um leið hugsað til garn afganganna minna, fullur poki af Rowan ullargarni sem ég hef ekkert gert við og er tilvalið að nota í svona dúkku/bangsa gerð - og viti menn þetta er bara gaman og gullfallegt, auðveld uppskrift og ekkert mál að fara eftir,  ég á eftir að gera fleiri.
Hún Bina átti að vera öll brún, en garnið dugði bara í búkinn, þannig að hún fékk annan lit á ermar og húfu.
höfundur uppskriftarinnar er einnig með þessa heimasíðu: http://www.lalylala.com/


Um síðustu helgi var mér boðið með saumavélina til Berglindar og vorum við að sauma frá föstudegi fram á laugardagskvöld, ég ætlaði mér að klára annað, en ákvað að taka með 5x5" ferninga sem ég átti og sá ekki eftir því, náði að sauma þessa disappering 4 patch quilt block,  ég er hér búin að stilla henni upp á veggnum mínum og á eftir að setja raðirnar endanlega saman. 
Skemmtileg helgi með frábærum saumafélögum. 
Saumuðum í anda Löngumýrarhelgar. Engin ummæli:

Skrifa ummæli