miðvikudagur, 29. maí 2013

Fann gersemar í geymslunni

Við vorum að taka til i geymslunni um helgina, og þar fann ég kassa og í honum voru gersemar sem ég var búin að gleyma.
Þetta púðaver, keypti ég í Hafnarborg þegar Kaffe Fasset var með sýningu þar árið 1996. Og saumaði ég stykkið samviskusamlega, og síðan ekki söguna meir. Nú liggur fyrir að ég klári stykkið og saumi á það bak.
Þess má geta að ég keypti í annan sviðaðan púða í fyrrasumar og er ég með hann í sumarbústaðnum og gríp í hann öðru hvoru.
.
Síðan fann ég þetta garn...undir áhrifum frá Kaffe á þessum árum þá fór ég á prjónanámskeið í Storkinum og lærði ég að prjóna munsturprjón með mörgum litum og prjóna aldrei brugnu umferðina, heldur að prjóna alltaf með réttuna að sér, þessi aðferð hefur nýst mér vel og nota ég hana þónokkuð, en það er af þessu garni að segja að ég keypti mér í peysu..... hef prjónað ermina og síðan ekki meira, ég hef gefist upp, oft hef ég hugsað um þetta garn, því ég man að það kostaði sinn pening, ég hef flutt 2x á þessu tímbili en aldrei litið almennilega í þenna blessaða kassa, en á honum stóð nú samt EKKI HENDA.
Hvað verður um garnið á ég eftir að hugleiða en peysa á mig verður það ekki, heklaðar dúllur t.d í teppi eg held að það gæti orðið úr, það sem ég hef svo mikið af ljósu a móti öllum þessum litum. - sjáum til.

2 ummæli:

  1. Flott mynd, þú verður nú endilega að klára hana. Það,er svo mikil vinna í þessu hjá þér.
    Heppin varstu að finna öll þessi görn. ;)
    Bestu kveðjur úr Borgarnesi

    SvaraEyða
  2. Ég hugsaði einmitt þegar ég sá púðann að þú gætir alveg eins hafa gert þetta nýlega því þetta er allt komið aftur :) ótrúlega flottur, verður að klára!

    SvaraEyða