fimmtudagur, 9. maí 2013

Skólapeysa

Nú í haust fer litla Dís í skóla, nánar í Álborg í henni Danmörku. Amma prjónar að sjálfsögðu skólapeysu, hún er að ég held aðeins of stór núna, en passar þegar fer að hausta. Garnið sem ég notaði í þessa er mislitt frá 7 bræðrum keypt í Handprjón í Hfj.

Ég fer út til hennar 1. jún og verð í viku með þeim mæðgum. svo koma þær heim í júlí og verða í mánuð

Þessi peysa er frí uppskrift frá Knitting Iceland, og er ég byrjuð á annari, úr Rasmilla, bómullar/silki bleikri að sjálfsögðu að ósk Dísarinnar, það er gaman og auðvelt að prjóna þessa því hún er prjónuð ofanfrá og niður.

 

1 ummæli:

  1. Skemmtileg þessi, verður glöð skólastelpa í haust. Var einmitt heima hjá Röggu í Knitting Iceland í gær, ó boj!!!

    SvaraEyða