laugardagur, 12. júlí 2014

Kertalogahúfa

Tók mér smá pásu frá peysuprjóni og prjónaði húfu handa Bergdísi Maríu.
Ég notaði Alpakka ull, og prjóna nr. 3.5, og fjölgaði lykkjunum í 112 í uppfitinni, og í 144 í húfunni sjálfri. Hún valdi litinn sjálf og garnið - vildi ekki fá neitt sem klæjaði undan. 
Mjög sátt við þessa húfu - spurning um að maður geri eina handa mér. 

Uppskrift af þessari húfu má fá í Litlu prjónabúðinni í Hátúni.  og hér á Ravelry er hún frí.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli