mánudagur, 25. apríl 2011

Það er svo gaman að sauma, núna er ég að sauma eitt af verkefnum Guðrúnar Erlu, verkefni sem hún var með á námskeiðum í apríl hér á Íslandi. 
Ég komst ekki sökum þess að ég var að vinna við kosningarnar.
Þetta er lúruteppi - efnalína LoveU frá Moda og alveg skjannahvítur bakgrunnur.

Ég er síðan búin að kaupa í grunn í annað teppi alveg eins, sem ég ætla að gefa einni í afmælisgjöf í júni og þar er grunnurinn grænn, og efnalínan Lollipopp einnig frá Moda.

Það er alltaf tími fyrir prjón líka, mér gengur þokkalega með peysuna er komin upp að ermum, og byrjuð á bakstykkinu


Það er líka alltaf til garn og prjónar í bústaðnum til að grípa í borðtuskuprjón, þessar 2 urðu til núna um páskana. fallega rauðar. 

Fyrst ég þurfti í Bót á Selfossi á laugardaginn, þá keypti ég efni í veggteppi, ég keypti bókina hennar Kim Diehl "Simple Graces" ég á allar hinar bækurnar hennar og núna ætla ég að æfa mig í að applikera veggteppi. 

2 ummæli:

  1. Gaman að skoða síðuna þína, allt fallegt sem þú gerir. Ég er nýbúin að uppgötva þessar bækur Kim Diehl og á tvær, m.a. þessa sem þú sýnir, þær eru æðislegar.

    SvaraEyða
  2. Takk fyrir, ég vil endiega að kommentið á síðuna.

    SvaraEyða