sunnudagur, 22. mars 2015

Verkefni vikunnar #12


Nú er mars langt komin og páskar á næsta leyti.

Ég/við erum búin að vera nokkuð upptekin undanfarið, og tíminn hefur flogið og vorið er á næsta leiti vonandi. Erfiður vetur loksins að enda kominn.

Ég kláraði sjalið hans Stepen West barndom, ég prjónaði það úr garni sem ég keypti í FK, en er það úr Baby Llama & Mulberry Silk garni. Virkilega mjúkt og gott að prjóna úr því. EN garnið er nokkuð dýrt þannig að þetta er nokkuð kostnaðarsamt sjal.1 ummæli: