sunnudagur, 15. mars 2009

Óvissuhelgi

Það var sannanlega óvissusaumahelgi sem við stelpurnar fórum í síðasta föstudagskvöld og laugardag.
Guðrún Erla kom til landsins og var með saumahelgi í Flóa. Það voru amk 70 konur í heildina þar að sauma bæði föstudagskvöld og laugardag, sumar aðeins annan daginn.
Ég skráði mig á bæði námskeiðin.
Föstudagskvöld var saumaður löber beint á bak og vatt.

Það gekk á með óveðri þetta föstudagskvöld, Hellisheiði lokaði og bauð ég vinkonu Helgu Einars gistingu í bústaðnum gistingu og keyrði hún okkur þangað. Var Maggi elskulegur komin í bústaðin og búin að hita húsið upp. Sást húsið ekki frá veginum og var þvílík hríð að ekki sá úr augum á leiðinni. Voru nokkrar konur sem gistu í bústöðum við Hveragerði og voru þær 2 tíma á leið í bústaðin um kvöldið en 20 mín á leið til baka morgunin eftir.
Laugardagsverkefnið var óvissuverkefni, fengum við að vita hvernig efni við ættum að mæta með og saumuðum við fram til kl. 16, ég rétt komst að vísbendingu 6 af 10 þannig að teppið verður ekki sýnt fyrr en því verður lokið.

Mig langar að gera svo margt núna. Ég verð í fríi næstu helgi, ætla að taka mér 4 aukadaga í frí og verðum við í bústaðnum frá fimmtudegi, og verða prjónarnir teknir með. Langar mig að prófa þetta verkefni hér konunglega danska prinsateppið.
Annars þarf ég að vera dugleg að slappa af, búið að vera mikið álag undanfarið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli