sunnudagur, 11. janúar 2009

Sunnudagur 11.jan 2009

Þetta setti ég á bloggið mitt - orverpið um síðustu helgi m.a. þetta er það sem ég hef verið að gera í handavinnu og það sem ég á eftir að klára á næstunni.

"Árið byrjar með prjónaskap, ég tók upp prjónana í desember, gerði ég mér fyrst trefil úr mohairgarni.

Síðan tók við léttlopakjóll á dótturina, sem hún óskaði eftir, við tengdó sameinuðust að prjóna hann og svo var var það peysa á Bergdísi, ég tók ástfóstri við garnið úr Storkinum þ.e. Kaffe Fasset garnið í gamla daga, ég prjónaði svoldið úr því þá, og ákvað að kaupa aftur og er sko alls ekki svikin af því, þvílíkur gæðamunur enda kostar það "aðeins meira" en er alveg þess virði.

Núna er ég að prjóna á mig lopavesti úr léttlopa.

Síðan er eitt af markmiðunum ársins að kaupa ekki í neitt nýtt nema að vera búin að klára eitthvað sem ég hef byrjað á fyrst....... það er eitt og annað til óklárað í handavinnuherberginu."

Engin ummæli:

Skrifa ummæli