sunnudagur, 11. janúar 2009

Laugardagur 10.jan 2009


Í dag var saumadagur okkar í Fiskistofuhúsinu í Hafnarfirði, vorum við þrjár, ég , Þórunn og Sigga. Ég hef það að markmiði að klára þessi verkefni sem ég er byrjuð á núna er það Virkuverkefni síðan 2006 - ég er búin að sauma helminginn af blokkunum sem eru saumaðar 2 stk af hverri og er önnur þeirra notuð í bakið. En þessa kláraði ég í dag og byrjaði á 2 öðrum blokkum, þær eru misjafnar eins og þær eru margar blokkirnar en verða mjög fallegt teppi þegar þessu verður lokið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli