laugardagur, 17. janúar 2009

Prjónavesti


Ég varð svo hrifinn af þessu vesti sem er í prjónablaði Tinnu nr. 40, að ég ákvað að kaupa garn í það og varð fyrir valinu Rowan merion ull. Ég byrjaði um jólin á þessu og hef tekið skurk í þessu af og til, þangað til í síðustu viku, þá var ég komin að úrtöku fyrir handvegi, og komst ég alls ekki í gegn um uppskriftina þrátt fyrir að hún væri á íslensku. Ég vissi af annari konu sem var í sömu vandræðum og tók hana nokkurn tíma að komast í gegn um þetta. Síðan fórum við Maggi á sunnudaginn síðasta í Hveragerði til Láru mákonu og er hún prjónakona mikil, lét ég hana hafa blaðið og ég byrjaði að prjóna - og aftur urðum við strand.....arrrg af hverju er verið að setja uppskriftir í blöðin sem eru ekki prófaðar áður. Ég hringdi síðan í þessa konu sem ég vissi um og bað hana að leiðbeina mér og hafði hún farið í heildsöluna og fengið leiðréttingu á uppskriftinni. Ég hitti síðan eigenda verslunarinnar í gær og sagði ég henni af þessum hremmingum mínum og sagði hún þá að það væri búið að leiðrétta uppskriftina í nýrri prentun af blaðinu en aumingja konurnar sem eru nú þegar að prjóna þetta vesti úr fyrri upplagi af blaðinu og eru strand. Þær hugsa kannski eins og ég, nota garnið í eitthvað annað. En nú er ég að gera aðra tilraun með réttri uppskrift og vonandi hætti ég ekki endanlega við.
Posted by Picasa

Engin ummæli:

Skrifa ummæli