þriðjudagur, 2. desember 2014

Frozen peysa

Stóra Danaprinsessan mín fékk að sjálfsögðu Frozenpeysu, ég notaði uppskrift af jakkapeysu úr gömlu Ýr blaði og síðan studdist ég við munstrið úr Óveðursblaðinu og heklaði síðan utanum kantinn.
Garnið er úr Föndru, akryl með ullarblöndu þar sem hún vildi alls ekki peysu sem stingi, hún var mjög ánægð með peysuna og var í henni alla helgina sem ég var með þeim í Malmö og kvartaði hún ekkert undan því að hún stingi.


Áttum við Guðný María góða langa helgi með litlu fjölskyldunni í Malmö.

 

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli