miðvikudagur, 20. ágúst 2014

Peysan Loudes Rowan Magazine 55

Nú er ein peysa búin og við hittumst fyrir tilviljun aftur í Storkinum ég og Valdís gömul skólasystir mín úr barnaskóla, en við vorum saman að prjóna fyrri peysuna, og veittum hvor annari stuðning meðan við vorum að prjóna. Og þegar við hittumst þá ákváðum við að prjóna aðra peysu saman, við höfuð nefnilega báðar augastað á sömu peysunni úr nýjasta Rowan Magazine nr 55.

Uppfærsla 20. ág
Peysan er tilbúin og ég er hrikalega ánægð með hana.


Garnið er Rowan Panama, og er ég með mína í beige, þetta er blanda af viscose,bómull og hör, og er gott að prjóna úr og mjúkt.
Að lesa uppskrift á ensku er eins og mantra, sífeldar endurtekningar og passa sig að ruglast ekki, ég hef það fyrir vana að byrja á erminni meðan ég er að læra á munstrið, enda var að gott í þessu tilfelli, ég þurfti að rekja upp að m.k 3 sinnum upp hverja umferð af þessum 9, sem ég er búin með núna, svo ég fengi munstrið til að stemma.



Það er gott að fá aðstoð, Askur kemur alltaf og leggst við fætur mér þegar ég er að handavinnast.



Uppfærsla 19 jún, Þetta mjakast aðeins, nú eru báðar ermarnar í gangi í einu.


1 ummæli: