mánudagur, 9. júní 2014

Peysan Feather.

Ég tók þátt í samprjóni í Storkinum, með 4 konum og Guðrúnu, við gerðum allar sömu peysuna byrjuðum í desember korter fyrir jól, og ég var að klára mína núna fyrr í vikunni, ég varð stopp út af puttabrotinu og hinar eru búnar ekki fyrir svo löngu síðan.
Það er gott að prjóna svona saman, því þegar maður lendir í ógöngum, þá getur fengið aðstoð við að lesa munstrið, það er margt í þessu munstri sem er nýtt fyrir mig.
Nú er ég að bíða eftir nýrri garnsendingu (Rowan) svo ég geti tekið í prjónana aftur, ný peysa verður til í sumar, og erum við 2 úr hópnum sem ætlum að skella okkur á hana.


 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli