fimmtudagur, 17. júní 2010

Lopapeysan Freyja

Knitting Iceland gaf út þessa uppskrift á netinu, það á að prjóna hana úr einföldum lopa, en ég bætti við einbandi til að gera hana aðeins sterkari.
Ég tók stærð L ætlaði að taka XL en hætti við sem betur fer því hún er vel stór, mér gekk illa að prjóna eftir tækninni að gera aukaumferð til að síkka hana að aftan, fékk upplýsingar eftir á hvernig ég á að gera það.
Síðan er hún vel víð í hálsmálið þannig að ég gerði eina auka úrtöku í restina og bætti við 3 umferðum.
Heklaði síðan með fastahekli utan um hálsmálið í þriðjuhverju lykkju til að þrengja það meira.
Það eru 3 tölur úr kindabeinum, ég ætla síðan að bæta við einni smellu fyrir neðan.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli