miðvikudagur, 2. september 2009

Ferðin til USA í sept

Ég og Helga Einars samstarfskona mín í bankanum erum að fara saman til USA 19.sept og ætlum að vera í viku.

Tilkoma þessarar ferðar er þannig að síðastliðin vetur, sáum við ferð sem var í boði, QuiltersMagazine þ.e.rútuferð milli 4 fylkja, Iowa, Missouri, Kansas og Nebraska.
Við keyptum okkur flugferðina í febrúar á vildarpunktum, hittumst við síðan til að melda okkur í þessa ágætu rútuferð "shophop", hringdum til USA, en náðum við aldrei sambandi við þann sem átti að taka við þáttöku.
Helga gafst ekki upp og fékk uppgefin tölvupóst hjá einhverjum tengilið og þá kom það í ljós að ferðinni hafði verið aflýst, aðal sponsorinn hafði hætt við.
Nú voru góð ráð dýr, við komnar með farseðil til Minneapolis og hvað áttum við að gera annað en að gera bara okkar eigin ferð úr öllu saman.

Og það er nákvæmlega það sem við ætlum að gera
.
Við fljúgum út laugardaginn 19.sept til Minneapolis, fundum okkur ódýrt hótel.

  • Við ætlum aðeins að kíkja í Mall of America þegar við komum út, aðeins að taka út búðirnar og sjá hvað er í boði, fá okkur að borða og koma okkur síðan á hótelið.
  • Við vöknum sjálfsagt á íslenskum tíma kl. 7, en þá er klukkan aðeins 2 eftir miðnætti að þeirra tíma, við reiknum með að keyra snemma af stað því við eigum langa ökuferð fyrir höndum.
Sunnudagur 20.sept.
  • Akstur frá Bloomington, MN til Omaha í Nebraska.
  • þar ætlum við að versla í The Country Sampler og síðan skoða


Við ætlum að láta þetta duga þennan sunnudag því við keyrslan hefur örugglega verið stíf og gistum í bæ sem heitir Maryville, MO á hóteli Super 8 Maryville við ætlum að gista á þessu hóteli í 2 nætur
Akstur þennan legg tekur 9 tíma og er 550 mílur

Mánudagur 21. sept.




Þriðjudaginn 22.sept
Síðan er ætlunin að vappa um þennan bæ, því þetta er svona ekta "húsið á sléttunni" svæði sem gaman er að rölta um, síðan er keyrt í rólegheitum upp til Hutchinson í MN
þessi dagur á að taka í keyrslu 8 tíma og 500 mílur


Hótel í Hutchinson verður Best Western Victorian Inn,

Miðvikudagur 23.sept

Þá höfum við færst nær Minneapolis aftur, erum rétt fyrir vestan borgina. Þennan dag ætlum við að fara í:

Svo er haldið á næsta hótel sem er Country Inn & Suites í Saint Cloud, MN
þessi dagur er stuttur í akstri aðeins 2 tímar og 100 mílur


síðan erum komin að síðustu dögunum eða

Fimmtudegi 24. Föstudegi 25, og Laugardegi 26 sept

þá ætlum við að gista í
Best Western Regency Plaza Hotel
við ætlum út frá þessu hótel m.a. að fara á fleiri staði eins og:

Ætli við verðum ekki svo þreyttar þegar við komum heim snemma sunnudagsmorgunin 27.sep að við þurfum að vera í fríi einnig næstu daga á eftir hver veit.

4 ummæli:

  1. Hmmm.... þetta er nú doldið klént sko!! Fáar búðir og óáhugavert ferðalag!!! Hehehe, ein græn af öfund hérna... segji nú bara VÓÓÓÓÓ!!!! Þvílíkir skipuleggjendur og rosaleg ferð. Þið getið tekið svona prufuferð og boðið svo út ferðina á næsta ári!! Ég hlakka til að heyra í ykkur þegar þið komið til baka, getið örugglega ekki talað fyrir þreytu eða lyft handlegg eftir alla keyrsluna og verslið.... en það er nú BARA GAMAN!! Góða ferð og GÓÐA SKEMMTUN :D - mun mikið hugsa til ykkar ;)

    SvaraEyða
  2. Sammála miss Bee þetta er óttalega snubbótt hjá ykkur...........nei bara grín ég vona að þið eigið virkilega góðar stundir.Hlakk til að hlusta á ferðasögun á leið norður á Löngumýri ef hún sefur ekki bara alla leiðina norður (Helga).
    Hafði það gott elskurnar og skemmtið ykkur vel
    kv. Villa

    SvaraEyða
  3. Við erum á leið heim, höfum ekkert rifist alla ferðina, Helga hefur keyrt eins og herforingi alla ferðina, ég fékk nú aðeins að taka í stýrið. Við erum búnar að pakka en er samt pláss í töskunni, en ég þurfti samt að kaupa nýja USA tösku, komst að því að taskan sem ég helt að væri stór er bara lítil við hlið hinnar.
    Hlökkum til að koma heim og byrja að sauma.
    kv. Fríða og Helga

    SvaraEyða