fimmtudagur, 31. október 2013

Lopapeysan tilbúin

 

Þá kláraðist lopapeysan loksins, ég hef ekki mikið prjónað úr lopa, finnst það afspyrnu leiðinlegt, giktin í puttunum er oft að gera mér erfitt þegar eg meðhöndla lopann.

En þessi peysa er úr eldgömlu Lopablaði, uppskriftin fengin eftir krókaleiðum, þar sem blaðið var ekki til, takk stelpur sem redduðu mér því.

Ég þurfti að breyta uppskriftinni þar sem peysan er mikið víðari yfir bolinn en ég vildi hafa hana, (tískan öðruvísi í dag en fyrir 15 árum þegar uppskriftin var gerð) peysan er prjónuð ofanfrá og niður sem mér finnst plús þar sem þá er hægt auðveldlega að máta og síddin verður passleg. Það sem er líka auðruvísi við þetta munstur er að það nær niður á ermar og bol, en yfirleitt byrjar munstur á lopapeysum, strax á berustykki.

Meistaramánuður kláraðist með allavega einu ókláruðu verki, þannig að eg get ótrauð byrjað á einhverju nýju.

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli