föstudagur, 5. ágúst 2011

Sumar 2011

 Hér er peysa sem Bergdís María óskaði eftir - bleik peysa með rennilás, hún sá mig vera að prjóna í bústaðnum í sumar - er þetta handa mér sagði hún - ég var að prjóna ermarnar á grænu peysuna mína, nei þessi peysa er handa ömmu, hún er alltof lítil sagði þá sú stutta, viltu prjóna bleika peysu handa mér - og hvað gera ekki ömmur fyrir snúlluna sína. 
Þessi er úr kambgarni - átti reyndar að vera annað munstur í berustykkinu, byrjaði á því tvisvar sinnum en mér fannst það ekki ganga upp, þannig að ég leitaði á netinu að þessu uglumunstri skrifaði það niður á eldhúspappír og setti það inn í staðinn, ég keypti síðan pallíettur fyrir augu.


 Hér er síðan hitt teppið sem ég hef verið að sauma í vor og sumar - var að koma úr kvilteringu frá Við-bót, ég er mjög ánægð með það, frábær þjónusta hjá Sæu.

 Askur veit að hann má ekki sofa upp í sófa - eða það held ég allavega, en uppá sófa laumar hann sér þegar enginn sér til 
Ég elska matinn minn - enda er ég búin að losa mig við 20 kg síðan í desember síðastliðunum með breyttu mataræði, enginn sykur, ekkert hveiti - bara fullt af grænmeti og kjöti/fiski og góðu salati og sósu,  nammi namm. 

Sumarið 2008 og síðan núna 


Síðan hleyp ég til að koma skrokknum í þokkalegt form og auka þolið - hér er ég að koma inn eftir að hafa skokkað upp Kaldárselsveg að Skógræktinni og til baka aftur heim eða um 7 km - undirbúningur fyrir 10 km  í Rvíkurmarathoni Íslandsbanka og hér er hægt að heita á frúnna Framkvæmdum við bústaðinn er að ljúka - aðeins á eftir að bera á pallinn og húsið - verður það gert núna um helgina ef ekki rignir 

Við fengum Guðmund bóndann á Klausturhólum til að koma og moka burtu, jafna út, og tyrfa túnblett fyrir okkur og erum við mjög ánægt með afraksturinn - einnig fengum við nokkrar birkiplöntur og 3 reynitré frá Pétri pabba hans Garðars og er verið að vökva þau þarna. 


Þessar myndir eru þegar hjónakornin áttu afmæli, sonurinn bakaði súkkulaði smákökur fyrir sig og systur sína, vissi að hann fengi ekkert sætt nema hann kæmi með það sjálfur og síðan tóku þau lagið feðginin á gítarana sína - Amma heldur á textanum og raular með. 

1 ummæli:

  1. Vá Fríða, hvað þú lítur vel út... ég fer þá kannski ekki ein út að skokka á Löngumýri? :)
    Frábært hjá þér, ég hefði nú alveg viljað vera boðin í mat þarna :)
    Uglupeysan er æðisleg, ég er búin að prjóna tvær svona. Væri alveg til í að prófa úr kambgarni á Örnu litlu

    SvaraEyða