sunnudagur, 28. febrúar 2010

Febrúar 2010Snjórinn sem við erum búin að vera að bíða eftir síðan fyrir jól, kom síðastliðinn fimmtudag. Ég tók mér 3 daga frí um miðjan mánuðinn aðeins til að slaka á, fékk síðan vægast sagt lélega niðurstöðu úr blóðþrýstingsmælingu þegar ég mætti í vinnu aftur 193/118 og var sett á aukalyf sem ég þarf síðan að taka með áfram, á nú samt að láta fylgjast með mér.
Dísirnar báðar voru hjá okkur í heila viku, áður en þær fluttu sig inn í Rvík, það var ekki leiðinlegt að hafa litlu Dís hjá okkur.
ég er búin að vera að prjóna lopapeysuna mína,
en hún gengur að vísu mjög hægt,
síðan er ég að gera löber einn af þeim sem keypti í USA ferðinni í haust
og er komin þó nokkuð af stað með hann

Engin ummæli:

Skrifa ummæli