Nú var vel pakkað í bílinn - enda 5 konur á ferð, allar með saumavélar og annan tilheyrandi farangur, en skemmtilegar konur láta það ekki á sig fá þó þröngt sé - það eru bara mjúkir rassar sem sátu þétt.
Hér erum við búnar að pakka í bílinn fyrir utan hjá Villu - og að leggja af stað.
Helgin var í alla staði frábær og gaman að sitja og sauma, læra eitthvað nýtt, sjá hvað aðrir eru að gera og skemmta sér saman.
Saumatuðra - undir tvinnan eða eitthvað annað
Lilja Páls fékk þessa
Berglind gerði þessa
Sigrún gerði þessa og þessa
Fyndið hvað allir voru í töskuframleiðslu þessa helgi
Les-píju taska - fyrir bók og hvítvínið
þessi passar undir mottuna og saumagræjurnar
og þetta box undir fatquarter - eða sem hirsla.
Þemað voru rauðir skór.... :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli