Sýnir færslur með efnisorðinu Verkefni vikunnar. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Verkefni vikunnar. Sýna allar færslur

sunnudagur, 10. maí 2015

Verkefni vikunnar #19


Þennan undurfagra bangsa sá ég á netflakki mínu um daginn og var um leið hugsað til garn afganganna minna, fullur poki af Rowan ullargarni sem ég hef ekkert gert við og er tilvalið að nota í svona dúkku/bangsa gerð - og viti menn þetta er bara gaman og gullfallegt, auðveld uppskrift og ekkert mál að fara eftir,  ég á eftir að gera fleiri.
Hún Bina átti að vera öll brún, en garnið dugði bara í búkinn, þannig að hún fékk annan lit á ermar og húfu.
höfundur uppskriftarinnar er einnig með þessa heimasíðu: http://www.lalylala.com/






Um síðustu helgi var mér boðið með saumavélina til Berglindar og vorum við að sauma frá föstudegi fram á laugardagskvöld, ég ætlaði mér að klára annað, en ákvað að taka með 5x5" ferninga sem ég átti og sá ekki eftir því, náði að sauma þessa disappering 4 patch quilt block,  ég er hér búin að stilla henni upp á veggnum mínum og á eftir að setja raðirnar endanlega saman. 
Skemmtileg helgi með frábærum saumafélögum. 
Saumuðum í anda Löngumýrarhelgar. 



laugardagur, 4. apríl 2015

Verkefni vikunnar #12-15

Handavinnuklúbbur Starfsmanna Íslandsbanka tekur þátt í verkefni til styrktar barnaspítala í S-Afríku. Fengum við uppskriftir af fatnaði sem er auðvelt að prjóna, treyja, sokkar og húfa. 
Til að gera langa sögu stutta þá hefur þetta verkefni gengið það vel að eftir hefur verið tekið 



 

Ég hef prjónað 3 sett í þessu verkefni, síðan fór ég að gramsa í garninu mínu og fann fullt af afgangsgarni sem ég er að nota í þetta heklaða teppi og mun það einnig fara til þeirra.