Um síðustu helgi fórum við bútasaumsvinkonurnar til Grundarfjarðar, til hvers, jú til að eiga saman í fyrsta skipti allar eina helgi til sauma.
Við gistum í verbúðaríbúðum, saumuðum í einni þeirra og gistum síðan í tveimur.
Við vorum 7 alls, 5 að sunnan og 2 innfæddar.
Þær voru búnar að ákveða að sauma prjónaveski, en þar sem ég kom það seint inn í hópinn þá og ég var búin að kaupa pakkningu með svuntu þannig að ég hélt mig við hana, síðan byrjaði ég á ræmuteppi og komst ansi langt með það.
Var þetta hin besta skemmtun hjá okkur. Það voru þreyttar konur sem komu heim í Hafnarfjörðinn seint á sunnudagskvöld
Engin ummæli:
Skrifa ummæli