sunnudagur, 13. mars 2016

Ömmumont - #tilhverseruömmur


Lífið er yndislegt þegar maður eignast barnabörn og það hefur fjölgað í fjölskyldunni, lítill sonarsonur sem fæddist í Svíþjóð í október, við heimsóttum þau um áramótin og fengum að vera viðstödd skírn hans þegar hann fékk nafnið Matthias Ágúst, og það voru gleðitár sem féllu hjá ömmunni.



Ég hef verið að prjóna eitt og annað á börnin í haust og hér eru buxur sem féllu af prjónunum og fóru í pakkann til hans ásamt peysunni og húfu.




Ég hef líka verið að prjóna ullarpeysu á mig sjálfa - úr norsku bókinni Koftebogen 2, ég keypti bók og garnið Ask Hifa 2 í Handprjón á Reykjavíkurveginum, það gekk ekki vel að prjóna þessa peysu til að byrja með því ég gerði hana allt of stóra, þannig að ég þurfti að byrja upp á nýtt, næsta stærð fyrir neðan og minni prjónar.


Guðný og Hemmi eiga von á prinsessu um miðjan apríl og að sjálfsögðu hefur amman verið með prjónana á lofti, og eitt og annað fallegt dottið af þeim.








Baggyvarbukser

Engin ummæli:

Skrifa ummæli