miðvikudagur, 30. mars 2016

Lev Landlig kofta


Þá er peysan mín loksins tilbúin
þetta er peysan Lev Landlig kofte by Lene Holme Samsøe og Liv Sandvik Jakobsen úr Kofteboken 2 

Peysan er prjónuð ofanfrá og niður, og finnst mér það eiginlega besta aðferðin við peysuprjón, en ég byrjaði á henni of stórri - miðað við málin þá átti ég að taka XL en prjónfestan og munsturprjónið varð of laust hjá með prjónum nr. 3,5 þannig að ég skipti yfir í L stærð ásamt því að minnka prjónana niður í nr. 3

Garnið heitir Hifa Ask Hifa 2, og keypt í Handprjónabúðinni á Reykjavíkurveginum, þetta eru 100 gr. hespur og er svolítið hart viðkomu, og ég var vægast sagt að missa þolinmóðina þegar ég var að gera áttablaðarósina þar sem ég var að vinna með 3 liti í einu, því þeir festust svo saman, en þetta tókst að lokum.
Peysan er mjög létt og mjúk eftir þvottinn, og smellti ég henni í vindingu í þvottavélina áður en ég lagði hana til þerris.

Það sem ég myndi vilja breyta - er að ég hefði viljað taka meira úr undir höndum, ég gerði 2 úrtökur, (sem var ekki í uppskriftinni) og auka ermalykkjurnar undir handveginum hefðu mátt vera færri. 
Ég n.b. saumaði og klippti sjálf peysuna í sundur, hélt að það gæti ég ekki gert, en bútasaumsfóturinn (yfirflytjarinn) bjargaði mér alveg og síðan setti ég borða yfir sárið.

Þetta er peysan sem ég mun pottþétt nota mikið.









Engin ummæli:

Skrifa ummæli