sunnudagur, 1. febrúar 2015

Verkefni vikunnar # 5

Ekkert varð um færslu síðastliðinn sunnudag þar sem frúin var erlendis að samfagna kærustu sonarins, annarsvegar með 30 ára afmæli hennar og hins vegar að hún vann prestheiti sitt við Sænsku kirkjuna. En þau búa í Malmö hann vinnur þar sem tölvunarfræðingur, og hún sem prestur í Lundarsókn, og síðan er litla Dísin búsett í Köben með mömmu sinni.

Var þetta mjög hátíðleg stund og gaman að fá að vera viðstödd.





Ég hef verið ósköp róleg í handavinnunni þessa vikuna,

Sjalið mjakast aðeins.



Og ég er búin að merkja og þræða jafann og er byrjuð að sauma, eitt spor í einu, en ég þarf að hafa góða ljósið og stækkunarglerið til að sjá almennilega hvað ég er að gera.






Engin ummæli:

Skrifa ummæli