sunnudagur, 18. janúar 2015

Verkefni vikunnar #3


Handavinnan mjakast aðeins áfram, við í handavinnuklúbbnum í bankanum fengum áskorun um að prjóna húfu,treyju og skokka fyrir góðgerðasamtök í Afríku fyrir nýbura frá einni samstarfskonu okkar, og ég hef aldrei prjónað svona litla flík áður, en þessum flíkum verður komið til skila í apríl til samtakana sem afhenda flíkurnar frá okkur og eru þónokkir samstarfsfélagar búnar að láta vita að þær ætli að vera með. 

Sjalið mjakast aðeins áfram, ég gleymdi að kaupa aðra hespu af svörtu í gær í FK þannig að ég þarf að bíða fram yfir helgi. 




Ég skipti um tölur á kaðlatreflinum og þetta er allt annað lúkk. 




Ég fór í gær í Ömmu Mús og keypti mér hörjafa, mig hefur alltaf langað til að sauma mér jóladúk á borðstofuborðið mitt, og þar sem ég fékk gjafabréf frá vinnufélögunum mínum ákvað ég að láta verða af þessu, ég var búin að fá munstrið af þessum dúk og litanúmerin og fékk ég alveg súper þjónustu í ÖmmuMús í gær við að velja réttan jafa og leit að réttu DMC númerum. 

s.s. þetta verður verkefnið - og set ég mér engin tímamörk á hvenær þetta verður klárað.




1 ummæli: