laugardagur, 27. september 2014

Langamýri 2014


Þá er það Löngumýrarhelgin 2014, besta húsmæðraorlof/saumahelgi ever. Við Helga E lögðum af stað snemma á fimmtudagsmorgni, vorum komnar á Akureyri um hádegi og fengum okkur að borða, fórum í Jólahúsið versluðum aðeins og fengum síðan kaffisopa hjá frænku Helgu. Áður en við fórum framhjá Löngumýri hentum við töskunum inn því því sama herbergi og saumaborð verðum við að hafa. Verkefni helgarinnar eru ókláruð teppi, fyrir utan saumatöskurnar eins og við gerðum í sumar, nema þessi er aðeins stærri, við skárum niður í þær á fimmtudagskvöldinu og vorum síðan ALLAN föstudaginn að sauma þær, þær voru aðeins snúnari en þær fyrri.

Hér eru síðan fleiri myndir frá helginni okkar.




Þessa bútasaumstebolla fengum við svo frá vinkonu okkar Berglindi - því við höfum alltaf öfundað hana af Beatrix Potter bollanum hennar. 



Stóra stelpan hennar Berglindar kom með, hún er að læra að sauma stelpan og gerir það mjög vel, hún tók með sér þessu hafmeyjusundföt og tók nokkur sundtök í pottinum. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli