sunnudagur, 7. september 2014

Heklað teppi

Aðdáandi handavinnukonunar mætir alltaf í stólinn þegar hún sest við handavinnuna, stundum gott að hafa hann, en í sumum tilfellum sest hann ofan á verkefnið og ég þarf að ýta fast á hann til að hann skilji að hann er ekki velkomin í þetta sinnið. 

En nú er þessu teppi lokið, keypti garnið í það í fyrrasumar í Ålaborg er við vorum þar í heimsókn og mig vantaði eitthvað að dunda mér við, síðan hef ég verið að vandræðast með hvernig ég ætti að setja það saman, og var búin að prófa nokkar aðferðir. 
Ingileif föðursystir sendi mér link á youtube af mjög góðri aðferð og að sjálfsögðu notaði ég hana. Kemur þessi aðferð mjög fallega út og hornin á milli ferningana eru fallegir. Takk frænka fyrir aðstoðina. 
Garnið sem ég notaði í þetta er Drops delight, og svart kambgarn á milli. 
Nú er einu af ókláruðu verkefnunum lokið, verkefni vetrarins verður að klára þetta sem ég er með í vinnslu, og ætla ég að nota t.d. Löngumýrarhelgina sem ég er að fara á seinnipartin í september til að KLÁRA, ekki byrja á neinu nýju fyrr en amk. 2 quilt toppar eru búnir. 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli