Her er eg bún að stífa þau upp úr sykurblöndu.
Magnús er á ráðstefnu upp í Borgarfirði, og ég smyglaði mér með, sat allan daginn í gær og heklaði snjókorn, núna sit ég í setustofunni frammi meðan þeir klára dag tvö, og hlusta á jólalög - ótrúlega næs og huggulegt.
Þessi sem eru á svampnum eru öll úr heklugarni, hin hér fyrir neðan eru blönduð bæði heklugarn og saturnús bómullargarn.
Ja hérna kona, það tætist undan þér!!!! Ótrúlega falleg :) - sá að Helga Einars er líka að hekla snjókorn, gott að vita að það verður snjór a höfuðborgarsvæðinu um jólin :)
SvaraEyða