sunnudagur, 14. apríl 2013

Frúin var að prjóna á sig peysu og heklar meira

Uppskriftin er úr blaði hjá Garnbúðinni Gauju í Mjóddinni, og þar sem ég er að vinna í Mjóddinni þá er stutt að fara. Garnið er Lang, merino 120, það er tweed, í búðinni leit það út fyrir að vera svarthvítt en þegar heim var komið þá var liturinn grágrænn.
Ég prjónaði hana í hring og lét síðan sauma og klippa í búðinni, og heklaði kantinn með fastapinnum.
Annars er ég búin að vera í straffi í bæði prjón og hekli undanfarna viku þar sem tennisolboginn sagði stopp, einn daginn leið mér akkúrat svona, vælubíllinn var á leiðinni.
Ég er nefnilega búin að vera að hekla teppi fyrir Guðnýju Maríu, og þarf að gera aðeins hlé á, mig langar að hafa það stærra, en ég er búin með 7 hespur af Cascade garni úr Handprjóni, verst að þeir selji ekki 50 gr hespur því það myndi duga mér í viðbót.
Það er ekki nóg neð ég sé að gera þetta teppi, ég er með annað í vinnslu í vinnunni, uppskriftina af því keypti ég á netinu, og er ég með kambgarn í því.

2 ummæli:

  1. Dugleg ertu., en maður verður að passa sig að of gera ekki hlutunum. ;) Teppið græna er ótrúlega flott, ég held að ég gæti þurft að prófa að gera svona. ;-)
    Bestu kveðjur úr Borgarnesi

    SvaraEyða
  2. Úff elsku Fríða mín... GLATAÐ með olnbogann!! Passa sig, verður að hafa þessar græjur (hendurnar) í lagi! Æðislegt sem þú ert að gera... segji eins og Edda, það græa er geggjað! :)

    SvaraEyða