Eitt stykki skírnarkjóll varð til núna í mars - ekkert barnabarn á leiðinni, heldur langaði mig að prjóna skírnarkjól sem væri til fyrir framtíðina, einnig prjónaði ég í fyrrasumar danska prinsateppið þannig að kjóllinn fer í sama poka til geymslu
Uppskriftina fann ég í blaði frá Hugur og Hönd síðan 1975, ég rakst upphaflega á hann á Raverly og þá prjónaðan úr kambgarni.
Ég prjónaði hann hinsvegar úr Satúrn bómullargarni - bolinn á prjóna nr 3 og munstrið á prjóna nr 3,5
Kjóllinn er prjónaður ofanfrá og niður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli