sunnudagur, 30. janúar 2011

Hyrna og sjal


 Þetta er Haurni sjal sem ég sá einhversstaðar á netflakki mínu - það var að vísu prjónað úr lopa, en ég átti mislitt sokkagarn og lét það duga - það kemur allavega mjög vel út og er passlega stórt.

Ég er alltaf að safna að mér hvernig sauma á rennilás í snyrtibuddur, þessi aðferð sem ég fann hér er auðveld og þetta er blokk sem er ca 11"x11" stór.

3 ummæli:

  1. Sæl Fríða.
    Mikið er hyrnan falleg. Mér finnst litirnir meiriháttar fallegir. Það væri gaman ef þú settir inn slóðina þar sem þú fannst mynstrið. Hvað fóru margar dokkur í hana. Ég kíki reglulega hér inn og hef gaman af, handavinnan þín er meiriháttar.
    Kveðja
    Siggaló

    SvaraEyða
  2. Blessuð og takk fyrir þetta, ég fann mynstrið inn á Raverly, ef þú ert þar skráð þá getur þú fundið það undir
    "Haruni
    by Emily Ross"
    annars hef ég séð þetta munstur víðar á netinu undir heitinu "Haruni" sem þýðir amma hef ég komist að.
    í þetta fór 1 dokka af sokkagarni mislitu sem ég keypti í Fjarðarkaupum.
    Kv. Fríða

    SvaraEyða
  3. Takk kærlega fyrir og jú ég er skráð á Ravelry. Mér finnst þetta mynstur afskaplega fallegt. Kíki á þetta
    Kveðja
    Siggaló

    SvaraEyða