föstudagur, 2. október 2009

Ferðasagan

Jæja þá erum við komnar heim og ánægðar með ferðina.

Ferðatöskurnar voru léttar við brottför, var allavega léttari hjá annari okkar. Við hittum Möggu og Vigdísi í Flugstöðinni, þær voru samferða okkur út til Minneapolis og gistum við á sama hóteli fyrstu nóttina. Þegar við vorum búnar að fá bílinn - þægilegan Nissan bíl, sem var með númeraplötum frá Flórida - og koma Garmintækinu í gang, ókum við sem leið lá að hótelinu. Við ætluðum okkur að fara síðan strax í Mall of America og fá okkur að snæða, en hættum við það og ókum sem leið lá með Möggu og Vigdísi á nálægan veitingastað. Við vorum einfaldlega of þreyttar.



  • Dagur 1.
Við vorum vaknaðar mjög snemma eins og við ætluðum okkur, vorum farnar af stað kl. 5.30 áleiðis til Omaha í Nebraska.
Garmurinn (eða kellingin) valdi fljótustu leiðina, ekki hraðbrautina, við fórum í stað í myrkrinu og sáum birta af morgni og við vorum búnar að ákveða að borða morgunmat á einhverjum góðum stað á leiðnni.

Við vorum við komnar á fyrsta áfangastað um kl. 13 í fyrstu bútasaumsbúðina Country Sampler, mjög góð búð með mikið úr val af sniðum og efnum. Keypti ég bæði efni og snið í teppi þar ásamt stórri reglustiku, ég hélt svo fast um það sem ég var að versla að þegar ég lagði dótið frá mér á búðarborðið fékk ég þvílíkan krampa í upphaldlegginn að ég var lengi að jafna mig.
















Bútasaumssafnið í Lincoln í Nebraska kom mjög á óvart, safn eingöngu með bútasaum og rannsóknir á þeim, það sem kom einnig á óvart er nafn konunar sem ásamt manni sínum gáfu öll teppin til safnsins er Ardis... skyldi hún vera af íslenskum ættum?


Hótelið sem við vorum búnar að bóka næstu 2 nætur var í Maryville, Missouri, við keyrðum um sveitavegi áleiðis að bænum og fórum skemmtilega leið sem var hálfgerður rússibani - upp og niður og bein leið, eins langt og við sáum, þetta var allavega mjög fyndið.
Hótelið Super 8 var allt í lagi, fyrst var okkur úthlutað reykingarherbergi, en vorum fljótar að skipta eins gott. Fengum við okkur að borða á veitingastað við hótelið. Og síðan var farið snemma í háttinn við ætluðum okkur að horfa á Emmy verðlaunaafhendinguna en sofnuðum báðar yfir henni.

  • Dagur 2.
Rigningarspá, við vorum lagðar snemma af stað eða fyrir kl 8, til að ná rúnti dagins, sem lá leið frá Maryvill til Lee Summit í Missouri, heimsókn í bútasaumsverslunina Quilters Stations, þar vorum við komnar fyrir opnun, en okkur samt hleypt inn í verslunina. Skemmitleg búð með mikið úrval bæði af efnum, bókum, munstrum og tilbúnum "kit" Sá ég "teppið" sem ég féll fyrir og ætla mér að sauma þegar ég hef klárað það sem fyrir liggur.







Héldum við síðan sem á leið til baka aftur áleiðis upp til Maryville, og þá framhjá Kansas City þar sem við lentum í þvílíkri rigningu, þrumum og eldingum, tók það dálítið á að keyra í rigningunni gegn um stór umferðarmannvirki, en Garminkellingin stóð sig vel og bílstjórinn ekki síður.
Næsta búð var Harper´s í Overland Park í Kansas, lítil búð með Husqvarnahorn, ágætis efnisúrval þar á meðal töskusnið, einnig var þar námskeið í gangi fyrir byrjendur í innra herbergi búðarinar.

Næst fórum við til Parkville, en það er lítið þorp eða bær, þar var verslunin sem við ætluðum að heimsækja en hún var lokuð, en það er nokkuð algengt að sérverslanir séu lokaðar á mánudögum.
Leiðin lá síðan í Country Expression Quilt Shoppe, staðsetning á þeirri verslun kom okkur á óvart þar sem hún var eiginlega við hraðbrautina, en þegar inn var komið þá voru margir gullmolar.


Við versluðum smávegis í hverri verslun og alltaf sögðum við, okkur vantar ekki neitt, en við keyptum samt alltaf eitthvað í poka.

Við keyrðum síðan áleiðis aftur á hótelið. Við hlið hótelsins var Super Wallmart og þar gerðum við aldeilis góð kaup á ýmsum hlutum sem okkur "bráðvantaði"




  • Dagur 3
Þá vorum við á leið til Hutcinson í MN langur akstur, smávegis af roadwork á leiðinni og við viltumst af leið, en Garminkellingin fann rétta stefnu fyrir okkur, Helga vildi t.d. elta einn bíl sagði hann fara rétta leið, en ég hélt nú ekki. Við fengum smávegis útsýnistúr í staðin.

Við stoppuðum í bæ sem heitir Elk Horn, og fórum inn á upplýsingamiðstöð (ég þurfti að pissa) en þetta er Dansk-Amerískur bær, og þar meðan ég var á salerninu fann Helga kransakökuform sem ég átti að kaupa fyrir Ásdísi, - sem var eins gott því það var hvergi til neinsstaðar annarsstaðar.
Auðvitað var einnig bútasaumsbúð í þessum bæ, skrítið, lítil búð með ágætis efnisúrval.

Næst var litla skemmtilega húsið í Adel, við villtumst fyrst inn í
búðina við hliðina sem var gjafavöruverslun, en þessi var voða
krúttleg, og eitthvað kom þaðan út í poka.






Síðan var það bærinn Hutchinson MN, þar ætluðum við í Main Street Cotton Shop, en komumst að því okkur til skelfingar að búðin var lokuð, og það átti að vera lokaútsala þar 2 dögum síðar, og nú voru góð ráð dýr. En við gerðum bara nýtt plan.

Í Hutchinson fengum við okkur að borða en leit að góðum veitingastað bar ekki árangur, þannig að við fórum á Taco Bell og fórum heim á hótel með matinn,
Morgunin eftir fórum við snemma af stað til St. Cloud, byrjuðum samt að fara til Albertville í outletið, þar hittum við Helgu og Vigdísi aftur, og kláruðum allt sem til var þar.
Við fórum með þeim í Grubers quilt Shop, þar gátum við verslað heilan helling, ég féll fyrir Kaffe Fassett löber, langaði í meira, einnig keypti ég í teppi sem ég var búin að ákveða að kaupa í áður en ég fór að heiman, og fleira smálegt rataði í pokana okkar.





Á leiðinni heim þennan dag hittumst við á veitingarstað og héldum upp á 50 ára afmæli Möggu, fórum á Amerískan stað, og Magga fékk meira að segja afmælissöng og ís í desert eins og góðu afmælisbarni sæmir.
Það var vel lestaður bíll sem fór heim að hóteli í St. Cloud.
  • Dagur 4
Við ákváðum að breyta dagskránni aðeins og fórum til baka í Main Street Cotton Shop á lokaútsöluna, við mættum allar fjórar, ásamt fullt af konum í biðröð fyrir utan verslunina þegar hún opnaði kl. 9 - þetta var svoldið skondið, því konurnar sem voru á undan okkur í röðinni þær stoppuðu í forstofunni og byrjuðu að hreinsa út skreytingarnar úr hillunum og ofan af þeim líka, saumuð teppi af veggjum og fleira, við eða allavega ég var mjög hissa og rölti bara um - keypti mér eina tuðru með merki búðarinnar og saumasvuntur.




Áfram heldum við síðan til Albertville að outletinu, og síðan í næstu bútasaumverslun, Quilters Treasure þar sem við fengum að sjá nýjustu verk Guðrúnar Erlu, og einnig fékk ég þar panelefnið sem mig vantaði í barnateppið sem ég var búin að kaupa í daginn áður.
Leiðin lá síðan aftur til Minneapolisborgar og nú á nýtt hótel, mjög gott og á þægilegum stað.














Við fengum hins vegar hláturskast þegar við litum aftur í bílinn og hvernig áttum við að koma þessu inn á hótelið, jú með pikkaló kerrunni.
Við prófuðum að pakka ofaní töskurnar fyrir heimferð sjá hvort við gætum troðið meiru og komust að því að svo var, en við lofuðum hvor annari að versla ekki meira, en það loforð var svikið strax og við komum inn í Mall of America.

Enda var veglegur innkaupalisti meðferðis sem þurfti að versla þar á hinum ýmsu stöðum, og síðan tók við leit að stærri tösku undir allt saman, og koma töskunni minni fyrir í geymslu á góðum stað þannig að hún gæti komið til Íslands með einhverri ferð, kannski innkaupalisti verði sendur til Alison og hún sendi síðan góssið heim í töskunni góðu.











Þessi ferð verður í minnum höfð, og við erum báðar tilbúnar að endurtaka leikin aftur síðar, og þá með eiginmennina meðferðis - því þá er hægt að versla meira .....hehe getum fyllt 4 töskur í stað 2ja.

Takk fyrir frábæra og vel skipulagða viku Helga.

Við ókum 2.905 km eða 1800 mílur á þessari viku okkar sem er vel að verki staðið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli