fimmtudagur, 13. ágúst 2015
Lopapeysa brúðarinnar
Lopapeysa brúðarinnar tilbúin, hún er prjónuð úr einföldum plötulopa og einrúm, sem er einband með silkiþræði.
Prjónuð á prjóna nr 4,5 sem eftir á að hyggja var ekki rétt hjá mér, hefði átt að vera amk nr 5,5 og hafa peysuna í S, en ég fann munstrur af bol og vildi nota þetta munstur sem mér finnst afskaplega fallegt - Silfra (krákustígur) eftir hana Bergrósu Kjartansdóttur Ísfirðing.
Þar sem ég handleggsbrotnaði á miðri leið í prjónaskapnum, og ég átti aðeins um 25 umf eftir - þá auglýsti ég eftir góðri konu sem gæti klárað, klippt og heklað fyrir mig, og viti menn hún Ágústa Króknes bjargaði málunum.
Nú er að sjá hvernig brúðurin dóttir mín mun taka sig út í peysunni um helgina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli