sunnudagur, 29. desember 2013

Það er hægt að prjóna yfir sig

Það er búið að vera prjónamarathon í vinnunni, - duglegheitin halda áfram - eftir borðtuskuheklið þá tók við sjalaprjón, og ég tók mig til og gerði 2 stk, eitt fyrir mig og annað fyrir eina samstarfsskonu mína..... Málið var að við vorum að gantast með það að þegar við vorum að borða möndlugrautinn, ég sagði við hana ef að hún fengi möndluna, þá myndum við skipta á rauðvínsflöskunni og prjónuðu sjali, en við fengum hvorugar möndluna, við drekkum hvorgar áfengi, en ég hélt mínu striki og fór og verslaði einband í sjal og prjónaði sjalið á nokkrum dögum og færði henni, en í millitíðinni hafði hún dottið í hálkunni og handleggsbrotnað á vinstri hendi.

En eftir þessa prjónavertíð þá hef ég verið með eimsli í vinstri hendi, þ.e þegar ég sný upp á hendina þá hef ég fengið ansi slæman verk, - sinaskeiðabólgu - og er ekkert ráð til fyrir henni nema að slaka á og vera með þrýsting á úlnliðnum, hef ég reynt að hlíða því, en læt undan með því að prjóna nokkrar umferðir í peysunni á hverjum degi.

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli